Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Qupperneq 46
42
líta þar út sem hár melhólarani fyrir utan Leirársveitina.
Það er því all líklegt, að undirlög melanna sjeu fornar jök-
ulöldur eða urðarhólar, er jökull hefir ekið hjer saman, sem
sænum, er hann síðar gekk hjer yfir, hefir ekki tekist að
dreifa úr eða jafna yfir til fulls.
Fyrir norðan veginn, er liggur fyrir ofan bæinn Geldingaá
að Leirá, ganga flatir melar með lábarinni möl; frá Skorr-
holtsmelum austur yfir Geldingaá að Leirá eru þeir um ÖO
m. háir y. s. Geldingaá hefir grafið djúpan farveg í melana,
eru þar 8—10 m. háir bakkana við ána. Par var lag-
skiftur, nokkuð sandblandinn leir nálega upp til miðs í
bökkunum, en ofan á malarborin sandlög. Engar dýraleifar
fundust þar, og eigi hitti jeg á jökulruðning undir lögunum,
þar sem jeg skoðaði þau.
Neðan til við Leirá, frá mynni hennar hjá Vogatungu
upp undir ármót hennar og Neðri-Skarðsár, eru öðru-
hvoru lágir leirbakkar méð ánni. Eru þeir þaktir lábarinni
möl og sandlögum. Við ósinn liggja marbakkar þessir hjer
um bil 5 — 6 m. y. s., en ofar með ánni nokkru hærri (ca.
8 — 9 m.).
Skamt fyrir neðan ármótin fann jeg lítilsháttar leifar af
skeljunum í leirbökkunum (brot af Nucula tenuis og Balan-
us sp.). Neðar með ánni var nokkru meira af skeljum í
bakka á móts við Beitistaði. Þar fann jeg brot af trönuskel
(Leda pernula) og dorraskel (Astarte elliptica). Báðir stað
irnir voru vestanvert við ána.
Eínna mest af skelium er í bökkum móti Vogatungu
vestanvert við ána.
Skipun laganna í bökkunum var nokkuð ruglingsleg, en
eftir því sem jeg komst næst var röð laganna þessi;
1. (efst) Sandblandin malarlög (1—3 m.).
2. Sandblandinn, lagskiftur, þjettur leir, með óregluleg-
um flám af smágervri möl og sandi (1—2 m.). Var skelj-
arnar helst að finna í þessu lagi einkum í malarrákunum.
3. Mjúkur leir lagskiftur neðst í bakkanum, er gekk niður
undir mölina í árfarveginum. Fann jeg engar skeljar fastar
í leirnum.
Við Leirá safnaði jeg eftirfarandi skeitegundum, og eru