Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 48
44
skeljaleifunum við Leirá mjög til þeirra, er jeg fann í bakk-
anum við Súluvog.
Fyrir ofan Leirárbæinn rennur áin um klappir. Enn hærra
með ánni, ofan til við Leirárlaug, eru aftur allþykkir mar-
bakkar með ánni, þaktir brimnúinni möl, og ná 60 m. y. s.
Neðst í bökkunum er lagskiftur leir 50 — 55 m. y. s., en
ofan á malarborin sandlög. Engar sædýraleifar var hjer að
finna.
Upp undir hlíðinni fyrir ofan melana eru óreglulegar mal-
aröldur og melhólar með núinni möl. Gengur ein slík mel-
alda að Leirá að austan; er á henni melhóll (Sandhóll?) 80
— 90 m. hár y. s., var hann allur þakinn lábarinni möl. Virð-
ist því auðsætt, að sær hafi náð hjer svona hátt upp og
melöldur þessar sjeu leifar fornra fjöruborða, er áin og
vatnsrensli úr fjallinu hafi hróflað við og aflagað.
j) Sjávarminjar umhverfis Laxá.
Neðst við Laxá, fyrir sunnan Vogatungu, eru á nokkrum
stöðum fornir marbakkar með lagskiftum leirlögum hið neðra
og malarlögum ofan á; engar hitti jeg þar dýraleifar. Ofar
eru óvíða leirlög við ána. Ganga víða klappir að ánni eða
skriðuorpnir og grasgrónir, lágir melhallar og sumstaðar
mýrlendi. Fyrir norðan Nyrðri-Lambhaga er foss í ánni, er
Laxfoss er nefndur. Hjer um bil 100 m. spöl fyrir neðan
fossinn, norðan megin árinnar, eru nokkrar skeljar utan í
brattri melbrekku við ána. Undirlagið er basalt, er nær frá
ánni upp í miðja brekkuna, en ofan á malarborinn sand-
blandinn leir; í honum eru skeljarnar.
Skeljaleirinn liggur 6 —8 m. hátt yfir ána og kringum 20
m. hátt y. s. Það sem sjest af leiriaginu er 2 — 3 m. á þykt.
Ofar taka við malarruðningar úr holtum fyrir ofan. Hjer
fann jeg þessar tegundir:
Pecíen islandicus (Hörpudiskur), 2 sk., 10 láshlutar og
nokkur brot önnur (H. 86), allar heldur þykkar. Algengur.
Astarte Banksii (Dorraskel) 2 sk. (L. 18,3). Önnur heldur
stutt og telst til höfuðtegundarinnar (H: L. 92%) hin lengri
(H: L. 87%) og telst til var. striata.