Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 51
47
insta hluta dalsins og gat því eigi gengið til fulls úr skugga
um það, hvort þar væri ótvíræðar sjávarminjar að finna.
k) Forn sjávarmörk umhverfis Akrafjall.
Hringinn í kringum Akrafjall eru fornar sæmyndanir; hefir
fjallið um langt skeið eftir jökultímann verið eyja.
Eiðið fyrir ofan fjallið, milli Hvalfjarðar og Leirárvoga,
er eigi nema 5—10 m. hátt y. s. og tæpir 7 km. á breidd.
Nokkur vötn og tjarnir eru þar á láglendinu og er Eiðs-
vatn þeirra mest; rennur Aurriðaá úr því vestur í Leirárvoga.
Láglendið umhverfis Akrafjall nær 60 — 70 m. hæð y. s. við
fjallsræturnar; hefir það alt iegið undir sjó. Hin efstu sjáv-
armörk er ilt að rekja með fjallinu vegna malarruðnings, er
hrunið hefir úr fjallshlíðunum.
Út með Leirárvogum fyrir norðan fjallið eru víða leir-
bakkar með sjónum. Þar sem jeg kannaði þá, við vogana
út að Arkarlæk, var undirlagið lagskiftur leir, en lög af möl
og sandi ofan á. Eru bakkarnir sumstaðar alt að 10 m. háir.
Skeljar fann jeg aðeins í einum stað í sjávarlögum þessum,
við lækjarfarveg rjett fyrir sunnan Aurriðaá. Voru skeljarnar
í sandbornu Ieirlagi skamt frá fjörunni 2 — 4 m. y. s.
Tegundirnar voru þessar:
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 3 sk. gallaðar og brotnar
(H 90).
Mya truncata (Sandmiga), 2 sk. gallaðar og nokkur brot
(L. 55), heldur þykkar.
Saxicava rugosa (Rataskel), nokkuð algeng.
Trophon clathratus (Kambdofri), 1 eintak (L. 15).
Strandræman frá bökkunum upp undir fjallið er hjer víð-
ast hulin graslendi og mýrum, en berir melar eru þar óvíða.
Lábarin möl gægist víða fram í holtum og utan í kletta-
ásum, sem standa upp úr mýrunum. Utan við mýrarnar
upp af Hvítanesi er lág melalda eða malarkambur af núinni
möl, er stefnir frá fjallinu til norðurs að sjónum (ca. 20 m.
hár y. s.).
Fyrir utan Hvítanes, þar sem ströndin beygist til S.V. út