Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 54
50
Tegundirnar voru þessar:
Pecten islandicus (Hörpudiskur), algengur, 3 sk., nokkur
brot (L. ca. 100), heldur þykkar.
Astarte Banksii (Lambaskel), algeng, 5 sk. (L. 21). Þrjár
skeljarnar eru mjög langar og teljast til afbrigðisins var.
Warhami (H.: L. 78 — 81%), sem er algeng í norðlægum
höfum, t. d. við austurströnd Grænlands. Tvær eru tiltölu-
Iega stuttar og teljast til var. striata (H.:L. 82 — 89%).
Astarte elliptica (Dorraskel), algeng, 2 sk. nokkur brot.
(L. 31).
Mya truncata (Sandmiga), fremur algeng; 2 sk. brotnar.
Macoma calcaria (Hallloka), ekki algeng; 2 sk. nokkur
brot (L. 24).
Saxicava rugosa (Rataskel), algengust; 5 sk. nokkur brot
(L. 50); mjög stórvaxnar og þykkar. Stærð og þyngd stærstu
skeljanna þriggja var þessi:
L. 40,5; H. 23,5; P. 7 gr.
- 45; - 24,5; - 5 -
- 50; - 36,5; - 6 -
Admete viridula (Bauti), í leirlögunum (2), 1 eint. (H. 13,8).
Sipho togatus, í leirlögunum (2), 1 eint. (H. 31).
Balanus sp. (Hrúðurkarl), nokkur brot.
Skeljarnar í þessum sjávarlögum við Langasand hafa lifa-
að í svölum sæ; á það bendir t. d. hið langa afbrigði (var.
Warhami) af Astarte Banksii og Sipho togatus, sem einkum
lifa í norðlægum höfum. Mun að því vikið síðar.
Inn með ströndinni austur eftir fyrir sunnan og austan
Akranes skiftast á lágir hallandi klapparröðlar, er ganga út
í fjöruna og dældir á milli með fornum sjávarlögum (leir,
möl og sandi).
í lítilli vík hjá Heynesi og Dægru eru háir bakkar með
fjörunni. Par fann jeg skeljar í bökkunum.1 Hjer koma jök-
ulrispaðar klappir út undan leirnum í fjörunni. Leirlögin
sjálf voru 10—12 m. á þykt, leirinn lagskiftur og steinvölur
í honum á stangli. Efst voru 3 — 5 m. þykk lög af sandi
*) Þ. Thorcddsen getur þess, að skeljar hafi fundist í Heynesbökkum,
en engar tegundir nefnir liann þaðan. (Thoroddsen 1904).