Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 55
51
og möl. Skeljarnar voru á dreif ofan til í ieirlögunum alveg
upp að malarlögunum. En neðri hluti leirlaganna var hul-
inn af leirruðningi, svo að jeg gat eigi sjeð, hvort skelj-
arnar væru einnig neðan til í þeim.
Skeljategundirnar voru þessar:
Leda pernula (Trönuskel), fágæt; 1 sk. (L. 26).
Pecten islandicus (Hörpudiskur), algeng, 2 sk. heilar, 7
gallaðar og nokkur brot. Stærsta skelin 95 m.m. á hæð og
brot af mun stærri einstökum (1 láshluti með 54,6 m.m.
löngum láskanti. Samkvæmt því hefði skelin sjálf átt að vera
um 120 m.m. á hæð). Margar af skeljunum heldur þykkar.
Astarte Banksii (Lambaskel), 1 sk. (L. 15). H: L. 86%.
(var. striata).
i4. elliptica (Dorraskel), algeng; 3 sk. (L. 33).
Macoma calcaria (Hallloka), fremur algeng; 3 sk. (L. 27,6).
Mya truncata (Sandmiga), alg. 3 sk. heilar og 5 gallaðar
(L. 65). Skástýfðar og tiltölulega stuttar (var. uddevallen-
sis) og allþykkar. Stærð og þyngd stærsta eintaksins: L. 65;
H. 47; P. 11 gr.; sum brotin af þykkri skeljum.
Saxicava rugosa (Rataskel), alg., 9 heilar skeljar og 3
brotnar (L. 51) heldur þykkar. Flestar heldur langar. Heyra
bæði til /. pholadis og arctica og milliliðir í milli þeirra.
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 8 skelhlutar og brot, sumir fast-
ir á hörpudiskum.
Þegar kemur inn undir Kúludalsá, verður ströndin brattari,
ganga klettastallar og malarþrep frá sjónum upp eftir hlíð-
arhallanum. Greinilegt malarþrep með brimnúnum steinum
er ofanvert við túnið á Kúludalsá 70 — 75 m. hátt yfir sjó;
þaðan er aflíðandi malarhjalli upp undir fjallsræturnar; ofan
eftir honum hefir borist hornótt skriðugrjót úr fjallinu, svo
að skýr sjávarmörk verða eigi rakin hærra. Milli Kúludalsár
og Grafar sjer víða fyrir brimþrepum í föstu bergi ca. 60
m. y. s., og er mölin Iábarin á þrepunum.
Niður af Gröf eru háir marbakkar við sjóinn, og ná þeir
þaðan inn undir Galtavík.
Niður af túninu í Gröf er bakkaröndin ca. 20 m. há y. s.
Framan í bakkanum er jarðlagaskipunin sem hjer segir (sjá
7. mynd):
4*