Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 58
54
mýrar, en hvergi þykk leirlög eða háir marbakkar við sjó-
inn, enda er hjer komið að þeim stað, þar sem eiðið fyrir
ofan Akrafjall er einna lægst milli Klafastaða og Kataness.
I) Sjdvarminjar á Hvalfjarðarströnd.
Innanvert við Katanes eru lágir malarkambar við sjóinn
og standa lág klappaholt upp úr mölinni. Par fann jeg
nokkrar skeljaleifar við uppblásin flög, ca. 2 m. y. s. og
30 m. frá fjöru. Voru þær í möl og sandi rjett undir
grassverði.
Tegundirnar voru þessar:
Mytilus modiolus (Öðuskel), nokkur brot og himnur
(Periostracum) af skeljum.
Mytilus edulis (Kræklingur), nokkur brot.
Saxicava rugosa (Rataskel), nokkur brot af litlum og þunn-
um skeljum (f. pholadis).
Lacuna divaricata (Þarastrútur), 1 eint. (H. 9).
Littorina rudis (Klettadoppa), 2 eint. (H. 14).
Littorina obtusata (Pangdoppa), 1 eint. (Diam. 12).
Neptunea despecta (Hafkóngur)? 1 súluhluti.
Ugglaust eru skeljaleifar þessar mjög ungar, frá tíman-
um rjett áður en særinn staðnæmdist við núverandi fjöru-
mál.
Við ósinn á Kalmansá eru lágir bakkar með leir, möl og
sandi, en engar dýraleifar voru í leirnum.
Fyrir ofan Kalastaði er fjöruborð af brimnúinni möl 60
m. y. s. og austan við túnið eru fornir marbakkar eða mel-
þrep. í læk austur úr túninu eru lagskift Ieirlög undir möl-
inni, er ná 50 m. y. s. og í holtaásum enn austar nær lá-
barin möl og steinar hjer um bil 80 m. hátt y. s.
Fyrir ofan Saurbæ eru melar með núinni möl 60 — 65 m.
y. s., og við túnið á Ferstiklu eru malarþrep hulin brim-
núinni möl 70 — 75 m. y. s. Meðfram veginum inn undir
Bjarteyjarsand eru víða melar með núnu grjóti, er hallast
jafnt niður að firðinum.
Innan til við Bjarteyjarsand og Brekku gengur dálítill