Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 59
55
klettahöfði fram í fjöruna. Rjett fyrir austan hann hefir læk-
ur grafið alldjúpan farveg niður í sjávarlög, upp frá fjör-
unni. I bakkanum eru fornskeljar.
Jarðlagaskipunin í bökkunum er sem hjer segir:
1. (efsl) Malarlög sandblandin 4 —ö m. Bakkabrúnin 12 —
13 m. y. s.
2. Sandur V2 — 1 m.
3. Lagskift leirlög nokkuð sandblandin. Strjálingur í þeim
af núnum steinvölum. Pyktin 4 —ö m. Aðalskeljalagið er
efst í lagi þessu. Hrúðurkarlar voru þó fastir á steinum
neðarlega í því.
Skeltegundirnar voru þessar:
Mytilus edulis (Kræklingur), nokkur brot.
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 saml. (H. Ó4), 12 sk.
sumar gallaðar (H. 99), margar með hrúðurkörlum.
Astarte borealis (Oimburskel), 1 sk. gölluð (L. ca. 43).
Cyprina islandica (Kúskel), 1 samloka (L. 14,7) 8 sk. flest-
ar gallaðar eða brotnar (L. 70).
Macoma calcaria (Hallloka), 13 sk. margar gallaðar og
nokkur brot (L. 30).
Mya truncata (Sandmiga), 2 sk. (L. 5ó) þunnar.
Saxicava rugosa (Rataskel), ó sk. (L. 32) heldur þunnar,
sumar aflagaðar og beiglaðar. (Vaxnar í þöngulrótum?).
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 1 heill og margir skelhlutar og
brot.
Lagskipunin ber vott um lækkandi sjó (minkandi dýpi).
Skeljarnar hafa lifað við áhrif hlýrra hafsstrauma, því að kú-
skelin lifir eigi fyrir norðan þau svæði, er Golfstraumurinn
vermir. Bæði hörpudiskar og kúskeljar hittust sem samlok-
ur og eru því að líkindum á þeim stað, sem þær hafa lifað.
Lög þessi munu vera seint mynduð á þeim tíma, er sær-
inn var f lækkun eftir flóðið það hið mikla, er hafflöturinn
hófst til efstu sjávarmarka.1
l) Þ. Thoroddsen getur um skeljar í leirbökkum hjá Brekku og milli
Sanda og Hrafnabjarga og telur þaðan hörpudisk (Pecten) og kú-
skel (Cyprina). Er þetta eflaust sami fundarstaðurinn við Brekku.