Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 60
56
I hlíðinni milli Brekku og Sanda sá jeg lábarða möl í
melbörðum 60 m. hátt y. s.
Við mynni Litla-Sanddals, beggja megin við Bláskeggsá,
eru malarþrep og melar þaktir lábarinni möl. Par sem
melarnir eru hæstir við Bláskeggsá ná þeir hjer um bil 70
m. y. s., og hinum megin árinnar eru lábarin malarþrep 65
m. y. s. og fjöruborð með brimnúnu grjóti er á svipaðri
hæð umhverfis túnið á Þyrli.
3. yjirlil yfir hin efstu sjáoarmörk.
í lýsingu sæmyndananna hjer á undan er þess getið, að
jökulrispaðar klappir komi allvíða fram undir sjávarlögun-
um á láglendi Borgarfjarðar. Jökulfágað berg hittist og
víða annarstaðar á láglendinu, jafnvel út á ystu nesjum.
Pannig eru berglög jökulnúin í Borgarnesi, fyrir utan Hafn-
arfjall og Akrafjall. Á jökultímanum hafa því jöklar hlotið
að ganga yfir láglendið frá fjöllum til fjöru. Líklega hefir
þá sjávarflötur legið eins idgt og nu eða lœgra. — Pegar
jöklarnir minkuðu og hurfu af láglendinu, hefir sjórinn hœkk-
að og gengið á land. Hafa þá og síðar myndast sjávarlög
þau, sem lýst er hjer að framan.
Af athugunum þeim, sem til eru tíndar hjer á undan, er
það Ijóst, að öil láglendin og mestur hluti bygðarinnar í
Borgarfirði hefir þá sokkið í sjó.
Hversu hátt særinn hefir náð, er hann stóð sem hæst á
þessu svæði við endalok jökultímans, verður eigi sagt með
fullri vissu. Elstu og efstu sjávarmörkin, er fyrst hófust úr
sæ, hafa lengst legið undir skemdum og eyðingu. í brött-
um hlíðum hafa skriður og malarruðningur fallið yfir þau.
Loft, vatn og frost hefir á löngum tíma etið og molað í
sundur lábarið grjót, rótað við fornum malarkömbum og
Líklega hefir hann einnig fundið skeljar út á milli Bjarteyjarsands og
Hrafnabjarga. En jeg fór ekki með sjónum milli þeirra bæja. (Thor-
oddsen 1904).