Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 61
57
fjöruborðum og máð þau burtu. Þar sem jöklar hafa náð
til sjávar, þegar hafið stóð hæst, hafa þeir umturnað öllu,
svo að þar gátu eigi regluleg sjávarlög eða fjöruborð mynd-
ast. Það er því eigi ósennilegt, að sjórinn í þessu stórflóði
við lok jökultímans hafi komist nokkru hærra en efstu sjávar-
mörkin, sem enn hafa fundist.
Efstu sjávarmörk, er jeg fann í sumar við Borgarfjörð,
eru þessi:
Melar með núinni möl, malarkambar og malarþrep í Örn-
ólfsdal.................................ca. 100 m. y. s.
Brimþrep í Kroppsmúla................— 115 — - -
Meðan eigi eru fundin vjðar merki eftir sjó á sömu hæð
og þetta má ef til vill draga það í efa, að malarþrepin í
Örnólfsdal og brimþrepið í Kroppsmúla sjeu mynduð af
sjó. — Sjálfur tel jeg það litlum vafa bundið.' Tel jeg lík-
legt, að takast mætti að finna svipuð merki svona hátt á
ýmsum fleiri stöðum við Borgarfjörð, ef vel væri leitað. í
sumar hafði jeg eigi tíma til að þræða svo hlíðar og múla
á þessari hæð umhverfis hjeraðið, svo sem þörf hefði verið
á, til að fá úr þvi skorið.
Nokkru neðar eru sjávarmörk greinileg og miklu algengari:
Grafarkot í Norðurdal, malarkambur 80 m. y. s.
Arnbjargarlækur, núin möl . . 80 — - -
Örnólfsdalur, melar með lábörðu
grjóti...............................80 — - -
Deildartunga, marbakkar ... 80 — - -
Stóri-Kroppur, núin möl og marb. 80 — 85 — - -
Litli-Kroppur, malarkambar ca. . 90 — - -
Flókadalur niður af Steðja, mar-
bakkar...............................75 — - -
Varmalækjarmelar, marbakkar . . 70 — - -
Varmalækjarmúli, brimþrep og nú-
in möl.............................. 80 — 85 — - -
Fosstúnsmelar, marbakki ... 70 —75 — - -
Múlakot í Lundareykjadal, melar
eða marbakkar?...................... 80 — 90 — - -