Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 64
60
í dölunum á þeim tíma, er særinn náði sem hæst, eigi ákveð-
in með vissu, nema sjávarmörk og jökulminjar inn í döl-
unum sjeu nánar rannsökuð.
Á meðfylgjandi korti er sýnd útbreiðsla sjávar í Borgar-
firði og Hvalfirði og lögun fjarðanna á þeim tíma, er sjór-
inn náði upp til efstu sjávarmarka í hjeraðinu. Eru fjöru-
mörkin mörkuð með punktalínu, þar sem jeg hefi ekki farið
um, og eins þar sem sjávarminjarnar voru svo óglöggar,
að útbreiðslumörk sjávarins urðu eigi ákveðin með fullri
vissu.
4. Jíinir yngri marbakkar og aðgreining
þeirra jrá hinum eldri.
Fyrir neðan marbakka þá, er myndast hafa við hin efstu
sjávarmörk, finnast mjög víða marbakkar miklu yngri, frá
þeim tíma, er særinn var farinn að lækka aftur; liggja þeir
mjög mishátt y. s.
Virðist svo í fljótu bragði, sem skipun þeirra og hæð y.
s. sje Iítt reglubundin. Sumstaðar mynda þeir fleiri eða
færri mishá malarþrep, er hvert tekur við af öðru. Er sær-
inn lækkaði, hafa öldurnar við ströndina mótað ný og ný
fjöruborð og þrep í marbakkana, jafnóðum og þeir risu úr
sjó. Ár og lækir hafa líka grafið farvegi í marbakkana, er
Iandið hækkaði og myndað í þá þrep og stalla umhverfis
farvegina og sópað þeim burtu á stærri og smærri svæð-
um. Miðar þetta alt til að gera útlit bakkanna óskipulegra
fyrir auga manns.
Pegar jeg fór að safna í eitt og raða athugunum mínum
um marbakkana og mælingunum á hæð þeirra y. s., varð
mjer Ijóst, að skipun marbakkanna var reglubundnari en í
fljótu bragði virtist.
Við Norðurá hjá Munaðarnesi og Brekkuvaði eru mar-
bakkar 30 m. y. s. og upp af þeim fjöruborð af núinni
möl 35 m. y. s. og brimþrep í föstu bergi 40 — 45 m. y. s.