Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 65
61
Meðfram Þverá eru marbakkarnir:
Hjá Hamraendum.................
— Hjarðarholtslandbroti . . .
— Kaðalstöðum...............
— Bugum og Steinum . . .
20-25 - - -
25-30 - - -
20 m. y. s.
23 -------
— Litlu-FVerá, neðst..............ca. 40 — - -
Fara þeir þannig jafnt hækkandi upp með ánni og út frá
henni upp með hæðunum til beggja hliða, upp að 40 — 50
m. hæð y. s.
Við Hvítá:
Hjá Langholti og Flókadalsá . . . ca. 20 m. y. s.
Milli Flókadalsár og Reykjadalsár . . 20 — 25 — - -
Hjá Brúarreykjum..................... 30 —35 — - -
Umhverfis Kláffoss................... 35 — 40 — - -
Fara þeir þannig hækkandi upp að ca. 50 m. hæð y. s.
N.V. við ána meðfram klettaásunum hjá Brúarreykjum og
Síðumúlaveggjum og Síðumúla. Liggja nokkuð brattir mel-
hallar þaðan upp á melranann við endann á Síðufjalli, sem
liggur álíka hátt og melarnir í Örnólfsdal (80 — 100 m. y. s.)
Sunnanvert við Hvítá ná yngri marbakkarnir svipaðri hæð
neðanvert við háu melana (80 m. y. s.) hjá Brekkukoti og
Deildartungu. Mætast þar eldri og yngri marbakkarnir í
brattri brekku eða brimkli/i (t. d. hjá Brekkukoti), er aðgreinir
þá glögglega hvora frá öðrum. Við Reykjadalsá, upp að
mynni Reykholtsdals, eru bakkarnir 20 — 25 m. háir y. s. og
svipuð er hæð þeirra við Geirsá og Flókudalsá neðan til;
þaðan smáhækka hinir yngri marbakkar upp að Kropps-
múla og mynni Flókadals, og er glögg aðgreining þar milli
þeirra og eldri marbakkanna á 40—50 m. hæð y. s. Ýmist
bergstallar eða brattar melbrekkur (brimklif?), er liggja frá
merkjalínu þessari upp á efri melbakkana (t. d. hjá Kroppi
og Varmalæk).
Neðst við Grímsá eru bakkarnir mjög lágir (5 — 10 m. y.
s.), en fara jafnt hækkandi upp með ánni og eru neðan við
bugðuna hjá Hólmavaði orðnir ca. 20 m. háir y. s. Hjá
Tröllfossum eru marbakkarnir 30-35 m. háir y. s, Við