Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 67
63
þau eru marbakkar, malarkambar óg aðrar sæmyndanir ó-
slitnar að kalla og í samhengi um alt hjeraðið. Ofar eru
sæmyndanirnar slitróttari og máðar burt á köflum. 3) Fyrir
neðan þessa merkjalínu eru sæmyndanirnar miklu gleggri
og unglegri en ofar; virðist það bera vott um miklu meiri
aldursmun en hæðarmuninum svarar. Sæskeljar eru og viða
ýundnar fyrir neðan þessa merkjalínu, en hvergi í sjávarmynd-
unum, er ofar liggja.
Til skýringar á þessu virðist tvent geta komið til greina:
1) Annaðhvort að hlje hafi orðið á lækkun sjávarins og
sjávarborð hafi um langt skeið staðið i stað á þessari hæð
á því tímabili, er landið var að rísa úr sæ, eða særinn að
lækka frá efstu flóðmörkunum niður að núverandi fjörumáli.
2) Eða að særinn hafi í fyrstu lækkað til muna niður fyrir
þessi hæðarmörk (40—50 m.) og slðan hækkað ajtur og
siaðnæmst við 40—50 m. hæðarmörkin. — Hvort heldur
sem verið hefir, myndi afleiðingin hafa orðið sú, að særinn
myndaði gleggri spor eða fjöruborð á þessari hæð en ann-
arsstaðar.
Til samanburðar skal þess getið, að umhverfis Reykjavík
eru sjávarminjar mjög glöggar upp að 40 — 50 m. hæð y. s.,
en þar fyrir ofan eru þær miklum mun óskýrari. Rannig eru
brimjetin fjöruborð í föstu bergi víða í dóleríthæðunum ná-
lægt Reykjavík 40 m. y. s. (t. d. sunnan í Öskjuhlíð). í ná-
munda við Vífilstaði eru og glöggir malarkambar 40 — 50 m.
y. s. í þeim er grjótið greinilega brimnúið og eins þar fyrir
neðan niður að sjó. En fyrir ofan 40 — 50 malarkambana er
meira þar af hrufóttu, ónúnu grjóti og sjávarmörkin yfir-
leitt óglögg, er kemur upp fyrir 40 — 50 m. hæðarmörkin.
Hvort hjer sje að ræða aðeins um hlje á lækkun sjáv-
arins á þessari hæð eða endurhœkkun sjávarborðs, verður
eigi skorið úr með vissu að svo komnu.
í marbökkum hjá Grjóteyri í Borgarfirði og Gröf við
Hvalfjörð eru tvö leirlög hvort upp af öðru, aðgreind af all-
þykku mislitu lagi áj sandi, möl og grjóti (sjá bls. 32 og 52,
einnig 1. og 7. mynd). Liggur næst að ætla, að þetta gróf-
gerða millilag sje myndað á grunnsævi, en leirlögin sjeu mynd-
uð á meira dýpi. Hugsanlegt væri, að þessi tvö aðgreindu leir-