Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Qupperneq 71
67
slíkum dældum hlýtur að sitja vatn, sem eigi getur fengið
framrás, ef dældin liggur lægra en sjórinn. í opnum vötn-
um, þar sem loft og birta getur komist að, er talið að mór
geti ekki myndast; þar leysast jurtaleifarnar í sundur og
eyðast; í slíkum vötnum þróast mergð af smáverum, er
styðja að eyðingu jurtaleifanna. Sje vatnið örgrunt og jurt-
ir nái að festa rætur í vatnsbotninum, getur vatnið fylst af
gróðri, sem myndar mó.
Fjörumórinn finst, eins og áður er sagt, víða niður við
lágfjörumörk. Við innanverðan Faxaflóa (Reykjavík) er talið
að flæðarmál í stórstraumi sje 4 — 5 m. hærra en lágfjöru-
mark. Dældirnar, sem mórinn hefir myndast í, ná því 4 — 5
m. niður fyrir flæðarmál, eins og það er nú við Faxaflóa.
Fiafi sjórinn flætt svo hátt, er mórinn byrjaði að myndast
í dældunum, hefði þar átt að vera 4 — 5 m. djúpt vatn. En
í svo djúpum vötnum er vart hugsanlegt, að mór geti
myndast.
Fjörumórinn er heldur ekki í neinu frábrugðinn þeim mó,
sem myndast í mýrum, miklu minna í honum af leir en
við mætti búast, ef hann væri myndaður í tjörnum. Jeg fann
líka í mónum á Akranesi birkilurka og rætur af birki eða
hrísi, sem virðist benda til þess, að þær plöntur hafa vaxið
þar sem mórinn myndaðist eins og hrís vex nú á dögum
í þúfum í mýrarsundum.
Á Seltjarnarnesi er fjörumór í lygnri vík fyrir innan Suð-
urnes; nær hann þar niður að lágfjörumarki. Sjórinn hefir
borið sand yfir móinn í fjörunni og hlaðið upp háum mal-
arkambi ofan á mónum við háflæðarmark, er Iiggur yfir
þvera módældina. Bak við kambinn er gróðurlaus tjörn með
leirmyndunum, en undir leirnum eru mólög; Hefir mórinn
hætt að myndast, þegar sjórinn var kominn svo hátt, að tjörn
myndaðist yfir mónum. Mórinn framan við kambinn kvað
vera IV2 —2 m. á þykt. í tveimur stungum í miðju mósins
kvað vera allmikið af kvistum og lurkum, er virðast vera
leifar af kjarri, er þar hefir vaxið.
Á Álftanesi finst fjörumór í lygnum víkum; liggja þar lág-
lendar og flatarmýrar að fjörunni og virðist fjörumórinn vera
beint áframhald þeirra, er smám saman hafi lagst undir sæ.
5*