Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Síða 79
75
verið að smá siga og sjórinn að ganga á land jyrir sunnan
Brciðafjörð og austur eftir Suðurlandi til Vestmannaeyja,
en i norðanverðum Breiðafirði, Vesturlandi og umhverfis
Húnaflóa hafi breyting sjávarhœðarinnar farið i gagnstœða
átt, það litil sem hún kann að hafa verið.
Takmarkalínan milli þessara breytinga virðist liggja sunn-
anvert í Breiðafirði, við norðurjaðar nyrsta eldfjallabeltisins
vestanlands, þar sem gos hafa orðið eftir jökultímann, en það
liggur frá hálendi landsins út á Snæfellsnes. Landið fyrir sunnan
þessi mörk, sem virðist hafa verið í lækkun, er sundurskorið
af eldgosasprungum, sem margar hverjar hafa gosið fram á
vora daga; og landskjálftar eru mjög svo algengir í þessum
hjeruðum. Er hugsanlegt, að landspildurnar milli sprung-
anna hafi verið að smá síga, og að landskjálftarnir margir
hverir hafi stafað frá þeim hræringum.
Jeg hefi hjer á undan bent á, að landsig eða sjávarlækk-
un muni hafa átt sjer stað við Faxaflóa eigi mjög löngu á
undan vorum tíma, sem olli því, að fjörumórinn þar við fló-
ann seig í sjó (bls. ó5 — 68). Af líkum þeim, er hjer hafa verið
taldar, virðist svo sem þetta landsig við flóann sje enn eigi
um garð gengið á vorum dögum. Fullkomin vissa fæst þó
eigi fyrir þessu, fyr en nákvæm merki eru sett við strend-
urnar til að miða við stöðu sjávarborðs síðar meir.
Á öðrum stað hefi jeg leitt rök að því (G. G. Bárðarson
1910), að sjávarhækkun hafi átt sjer stað við Húnaflóa all-
löngu á undan landnámstíð, á hlýviðrisskeiði því, þegar
nákuðungurinn (Purpura lapillus) lifði við Húnaflóa. Steig
þá sjávarflötur þar við flóann ca. 5 m. upp fyrir núverandi
fjörur. Merki hinnar sömu hækkunar hefi jeg einnig fundið
vestanlands við ísafjarðardjúp. Eftir það, nokkru á undan
Iandnámstíð, seig særinn í Húnaflóa smám saman aftur nið-
ur að núverandi fjörumáli. Liggur sú sjávariœkkun eða Jand-
hækkun næst vorum tíma. Skoðun almennings og líkur þær,
er jeg hygg að draga megi af útliti hinna yngstu malar-
kamba hjer við Húnaflóa, bendir helst í þá áttina, að land-
hækkun þessi haldi þar enn áfram i smáum stíl.1
') Jeg hefi í grein þessari víða komist svo að orði, að sjórinn hafi
hækkað eða lækkað. Mega menn eigi skilja það orðatiltæki svo, að