Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 80
76
Jeg hefi hjer að framan reynt að rekja sögu sjávarstöðu-
breytinganna í Borgarfirði og Faxaflóa yfirleitt, eftir því
sem athuganir þær, sem þegar er safnað, virtust gefa heim-
ildir til. Er árangurinn sýndur í fám dráttum á eftiríarandi
mynd (8).
u
8. mynd. Breytingar á sjávarhæð í Faxaflóa. (Líkingamynd).
Lárjetta línan (0) á myndinni táknar stöðu sjávarborðs
nú á tímum. Brotna línan l-6áað sýna hækkun og lækk-
un sjávarborðs á ýmsum skeiðum eftir jökultímann. Örvarn-
ar, sem vita upp, tákna hækkun sjávarborðs, en hinar, sem
vita niður, lækkun. Til vinstri handar á myndinni er mæli-
kvarði (m.) til að miða við breytingarnar bæði upp fyrir og
niður fyrir núverandi fjöruborð. Að öðru leyti er skýr-
ing myndarinnar þessi:
jeg haldi því fram, að það sje sjórinn eingöngu eða yfirborð hans,
sem hækki eða lækki. Staða sjávarins, miðuð við Iandið, breytist eins
ef landið hækkar eða lækkar. Vjer getum hugsað oss, að afstöðu-
breyting láðs og lagar eigi rót sína að rekja til annarshvors eða
hvorutveggja. Er alloft örðugt að greina þar á milli. Þegar sjávar-
stöðubreytingarnar eru misjafnar eða fara í gagnstæða átt í nálæg-
um hjeruðum, eins og drepið er á hjer á undan, hljóta það að vera
hræringar í landinu sjálfu eða jarðskorpunni, er breytingunum valda;
er það þá sjálft landið, sem ýmist hækkar eða lækkar.