Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 81
11
1. Hækkun sjávarborðs síðla á jökultímanum upp að efstu
sjávarmörkum, 80—100 m. yfir núverandi sjávarmál. Líklega
hefir sær legið eins lágt eða lægra en nú, áður en þessi
sjávarhækkun byrjaði.
2- Kyrstaða sjávar við efstu sjávarmörk.
3. Lækkun sjávarmáls frá efstu sjávarmörkum niður að
ca. 50 m. hæð y. s.
4. Kyrstaða sjávarborðs á þessari hæð, — eða þá áfram-
haldandi lækkun sjávar enn lengra niður á bóginn og end-
urhækkun hans upp að 40 — 50 m. hæðarmörkunum (bls.
63-65).
5. Lækkun sjávarmáls frá 40-50 m. mörkunum að minsta
kosti 4 — 5 m. niður fyrir núverandi fjörumál. Á þessu lág-
marksskeiði sjávarstöðunnar hefir fjörumórinn við Faxaflóa
myndast (bls. 65 — 68).
6. Hækkun sjávarmáls upp að flæðarmörkum nú á tím-
um. Að líkindum er sú sjávarhækkun (eða lækkun lands-
ins) enn ekki um garð gengin þar í flóanum. — Sá er
munurinn norðanlands, í Húnaflóa, að samsvarandi sjávar-
hækkun hefir átt sjer stað þar alllöngu á undan landnáms-
tíð, uns sjórinn náði 4 — 5 m. hærra en nú. Hefir sjórinn
markað glögg fjöruborð á þeirri hæð umhverfis flóann. —
Eftir það lækkaði sjórinn smám saman aftur niður að nú-
verandi fjörum, og er ef til vill enn í lækkun þar um slóðir.
6. Um fornskeljarnar.
o) Fundarstaðir fornskeljanna.
í töflunni hjer á eftir eru taldir þeir staðir í Borgarfirði og
norðan megin Hvalfjarðar, þar sem jeg fann fornar sæskeljar.
í öðrum dálki er sett hæð skeljalaganna y. s., en í þriðja
dálki er greint frá því, hve hátt y. s. yfirborð marbakkanna
liggi, sem skeljalögin liggja í. Arktiskar eru þær tegundir
nefndar, sem upprunnar eru í norðlægum, köldum höfum,
en borealar þær, sem heimkynni eiga í hlýrri höfum.