Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 85
81
arnir með skeljunum leljast því til neðri marbakkanna, er
liggja neðan við 40 — 50 m. hæðarmörkin.
Skipun jarðlaganna í bökkunum var að jafnaði þessi:
1. (efst) Sandlög og malarlög (grunnsjávar- og fjörumynd-
un).
2. Lagskift leirlög (djúpmyndun).
3. Leirborin sand- og malarlög (grunnsjávarmyndun). Hitt-
ast þau að eins á stöku stað (t. d. við Þverá, móti Neðra-
nesi), sém undirlag marbakkanna.
Við Tunguá hjá Grjóteyri voru leirlögin tvö aðgreind
með millilagi af möl og sandi. Allvíða komu jökulnúnar
klappir fram undan sjávarlögunum.
Áður var talið, að sumstaðar í Borgarfirði fyndust skel-
tegundir, er aðeins lifa í norðlægustu höfum, svo sem jök-
ultodda (Portlandia arctica), sem á heima norðantil við
Grænland, Spítsbergen og í íshafinu fyrir norðan Síberíu,
þar sem sjórinn er svellkaldur (0 — 2° C.), árið um kring.
Tegund þessa fann jeg hvergi, og engar af tegundunum,
er jeg fann í Borgarfirði, báru þann svip, er þær hafa í
norðlægustu höfum.
Nucula tenuis, er mjög algeng í leirlögunum í Borgarfirði.
Fann jeg hana á flestum fundarstöðunum (13), en hvergi
fann jeg hið stóra afbrigði af þessari teg. (var. expansa
Reeve), sem er fylginautur jökultoddunnar í íshöfunum.
Saxicava rugosa, var algeng í fornskeljalögunum. Aistað-
ar var hún heldur smávaxin (35 m.m. stærst) og skeljarnar
þunnar, en ekki þykkar og stórvaxnar eins og í norðlæg-
ustu höfum.
Mya truncata var og algeng; voru skeljarnar þunnar, og
þverstýfður eftri endinn, en ekki þykkar og skásneiddar að
aftan, eins og títt er í norðlægum höfum.
Auk þess fann jeg á ýmsum stöðum tegundir af suð-
rœnum uppruna (borealar), sem ekki lifa fyrir norðan þau
svæði, er Golfstraumurinn vermir, t. d. Anomia sqamula,
Mytilus modiolus, Cyprina islandica; Zirphœa crispata. Eng-
ar þessar tegundir lifa í samfjelagi við Portlandia arctica.
Af þessu má ætla, að heimskautakuldi hafi eigi verið rikjandi
hjer, er skeljalög þessi mynduðust.
6