Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 95
91
8. yjirlit og samanburdur uið jornskeijalög
i ‘Breiðafirði.
Hjer á midan hefir fornskeljalögum við Borgarfjörð og
Hvalfjörð verið lýst og skýrt frá hvaða bendingar skelja-
leifarnar gefa um sjávarhita og iífskilyrði á þeim tíma, er
lögin mynduðust. Af fornskeljalögum þessum, og sjávar-
minjunum í heild sinni, virðist helst mega ráða það, sem
hér segir:
1. Þégar jöklarnir, síðla á jökultímanum, hurfu af útnesj-
unum við Borgarfjörð og Hvalfjörð, gekk særinn þegar á
land eða hækkaði, og sjávarlög tóku að myndast, og hvíla
þau víða á jökulfáguðum klöppum og bergi. Elstu skelja-
leifar, sem enn hafa fundist frá þessu sjávarhækkunarskeiði
(sjá 8. mynd; 1.), munu vera þær, er finnast í leirbökkum
við Langasand (Akranes), Heynes og Gröf við Hvalfjörð.
Bera þau vott um svipaðan sjávarhiia og nú er rikjandi við
vesturströnd Grænlands (Sipho togatus, Astarte Banksii, var.
Warhami, stór og þykk-skeljuð eintök af Saxicava rugosa,
Pecten islandicus, etc.). — Skeljaleifar við Laxá, Urriðaá
og í undirlögum marbakkanna hjá Súlueyri og Melum eru
þessum svipuð, en hafa þó eigi eins ákveðin kaldranablæ.
Þegar skeljalög þessi tóku að myndast við útnesin, hafa
jöklar að líkindum enn náð niður á láglendin inn í fjörð-
unum (t. d. inn í Borgarfirði), svo þar hafa eigi samtímis
getað myndast sjávarlög eða skeljalög með slíkum kaldrana-
tegundum.
Eigi verður með vissu sagt, hversu hátt sjávarborð hefir
komist, meðan skeljalög þessi voru að myndast. Lög af
smágervum leir eins og neðstu lögin, er skeljarnar finnast
f við Langasand, geta tæplega myndast við útnes, nema á
talsverðu dýpi. Fullvaxin eintök af Sipho togatus, hafa heldur
eigi fundist á minna en ca. 50 m. dýpi við vesturströnd Græn-
lands (Posselt 18Q8).1 Ef svo hefði verið hjer, hefðu Iög
') í kaldari höfum gengur tegund þessi grynnra, en algeng er hún þó
fyrst á 50—100 m. dýpi (Odhner 1915).