Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Qupperneq 100
96
myndast hafa í Saurbæ, þegar særinn náði þar til efstu
sjávarmarka (ca. 80 m. y; s.), síðast á jökultímanum.
Verið getur að skeljalög með jökultoddu (Portlandia arc-
tica) og öðrum einkennistegundum Norður íshafsins, kunni
að iinnast við frekari rannsóknir á þessu svæði eða annar-
staðar við Faxaflóa; væri þeirra þá helst að vænta utanvert
við láglendin í undirlögum marbakkanna. En takist það eigi,
verður það helst til skýringar, að Portlandia arctica og fylgi-
tegundir hennar hafi verið útdauðar í innanverðum Faxaflóa,
er særinn, seinast á jökultímanum, tók að hækka yfir nú-
verandi fjörumál, en í Breiðafirði hafi hún eigi dáið út fyr
en all-iöngu síðar, þegar særinn var stiginn mun hærra en
nú. — Nú á tímum liggur Faxaflói betur við hlýjum haf-
straumum sunnan úr höfum en Breiðifjörður, og sædýralíf þar
ber suðrænni svip en í Breiðafirði. Svo mun og hafa verið
fyr á tímum. Er því all sennilegt, að íshafs-skeljar, eins og
jökultoddan, hafi fyr dáið út í Faxaflóa en í fjörðunum við
Breiðafjörð. Væri því hugsanlegt, að lögin með Sipho toga-
tns við Langasand, og önnur svipuð lög þar í nágrenninu,
væru mynduð um líkt leyti og PortlandiaAögm í Saurbæ
við Oilsfjörð. — En fullnaðarúrskurður um þetta atriði
verður að bíða þess, að fornskeljalögin verði rækilega könn-
uð víðar við Faxaflóa.
Pess er getið hjer á undan (bls. 82 — 83), að í efri lögum
ýmsra marbakkanna í Borgarfirði, hafi fundist skeltegundir
af suðlægum uppruna (Zirphœa crispaia, Cyprina islandica,
Mytiius modiolus, Anomia squamula, Littorina rudis etc.), er
munu hafa þróast í heldur hlýjum sjó við svipuð lífsskil-
yrði og nú eru við Vesturströnd íslands. Eru allar líkur til,
að skeljalög þessi hafi myndast um það leyti er sjávarborö
stóð 40—50 m. hœrrá en nú, eða rjett á eftir, þegar sær
var tekinn að lækka frá þessum mörkum.
í Breiðafirði hafa fundist samsvarandi skeljalög við Laxá
í Flvammsfirði, ca. 35 m. hátt yfir sjávarmál. Fiafa lög þau
myndast, er sœr var i lœkkun og sjávarborð stóð 40—50 m.