Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 142
140
Borgfirðingabók 2005
Andrésar hefur þetta ekki verið heppileg máltíð, enda hafði hún
eftirköst.
Morguninn eftir héldu þeir suður yfir Botnsheiði og ofan í Botns-
dal. Þegar þangað kom var orðið snjólaust svo þeir urðu að taka skíð-
in á bakið, gengu svo eftir Hvalíjarðarveginum, sem þá var aðeins
rudd gata, út fyrir Múlaíjall, inn fyrir Brynjudalsvog og út að Fossá.
Þeim félögum er mjög minnisstæð kyrrðin á göngunni meðfram Hval-
firðinum, sjórinn alveg sléttur, mikið fuglalíf í ijörunni og fuglamir
spakir. Engir bílar voru á ferð.
Frá Fossá fóru þeir yfir Reynivallaháls og ofan í Kjósina. Þeir fóru
yfir Laxá nálægt Möðruvöllum og tóku þar stefnu á bæinn írafell og
komu þangað klukkan 19 um kvöldið, að því er þá minnir. Þar spurðu
þeir til vegar upp í skálann í Skálafelli. Þeir fengu lýsingu á leiðinni,
svo glögga sem hægt var, en jafnframt var þeim ráðlagt að leggja
ekki á íjallið þá um kvöldið, og var þeim boðin gisting. Komin var
þoka ofan í miðjar hlíðar og töluverður suðvestan strekkingur. Þeir
afþökkuðu boðið um gistinguna, buðu náttúmöflunum byrginn og
lögðu af stað upp írafell, sem er norðaustan við Skálafell.
Þeir gengu fljótlega inn í þokuna og eftir það var fátt um kennileiti.
Þeir höfðu áttavita meðferðis, og eftir honum gátu þeir haldið nokkum
veginn réttri stefnu. Upplýsingar um hamrabelti vom ekki fengnar
hjá fólkinu á írafelli, heldur hafði Krilli veitt þeim eftirtekt þegar
hann kom upp í Skálafell árið áður. Þegar þeir höfðu gengið alllengi
og orðið var aldimmt af nóttu vom þeir orðnir vonlausir um að finna
skálann. Eins óttuðust þeir að svo gæti farið að þeir álpuðust fram af
hömrum. Nú var úr vöndu að ráða. Raunar var aðeins eitt ráð, sem
var að grafa sig í fönn, sem þeir og gerðu. Andrés hafði ekki verið
vel frískur um daginn, m.a. þurft að kasta upp. Hann kenndi um söltu
lúðunni í Efstabæ.
Þeim tókst að byggja sér snjóhús með því að skera snjóhnausa með
skíðunum og raða þeim saman. Þegar hleðslan var orðin mátulega
há lögðu þeir skíði og stafi yfir og snjóhnausa þar yfir. Þetta varð
sæmilega vindhelt. Þeir lögðust ekki fyrir í öllum fötum, heldur að
hætti Vilhjálms Stefánssonar, að því er Kristleifur sagði. Fóm þeir
úr yfirhöfnum og breiddu undir sig, og annað sem þeir höfðu tiltækt
breiddu þeir ofan á sig. Þeir félagamir telja að þeir hafi sofnað fljótt
eftir að þeir lögðust niður og sofið einn til tvo klukkutíma og vaknað
þá skjálfandi, en eftir það var svefninn ansi slitróttur og skjálftinn