Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 6

Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is w Með hlýhug og þakklæti í hjarta þakkar starfsfólk Reykjanes Optikk fyrir frábærar móttökur á árinu. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári Jólaopnun hjá okkur: 23. des.: 10–18 24.–27. des.: Lokað 28.–30. des.: 10–18 31. des.–1. jan.: Lokað 2. jan.: 10–18 Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Ég byrjaði á því að greiða auga- brúnirnar og setja smá lit í þær – en annars er hún með svo fínar brúnir að ekki þurfti að gera gera mikið. Næst voru það augun . Ég byrjaði á því að velja fimm liti sem ég raðaði, frá þeim dekksta til þess ljósasta, í átt að nefi og blandaði vel. Ég ákvað að nota mjúka hlýja tóna, og voru þrír sanseraðir, enda ekki annað hægt þegar maður er á leiðinni í jóla- hlaðborð. Því næst setti ég svo brúnan eyeliner á hana og setti hann sem allra næst aughárunum. Ég setti svo sama brúna blýantinn í vatnslínuna undir augun. Þá var komið að húðinni. Ég byrjaði á því að setja smá blautan highlighter fyrst á kinnbeinin. Yfirleitt set ég smá af blautum highlighter út í farðann en það gefur húðinni svo fallegan ljóma, og það var engin undantekning á því núna. Ég nota alltaf HD-farða, en hann myndast einstaklega vel. Svo fór pínulítið af hyljara undir augun og þar á eftir uppáhalds- HD-púðrið mitt, sem virkar eins og beauty filter þegar teknar eru myndir. Ég nota aldrei mikið púður, bara set létt undir augu og á þau svæði sem eiga það til að glansa mikið. Svo kláraði ég að setja augnskugga undir augun á henni og setti á hana mascara. Kinnbeinin voru svo skyggð og bleikur kinnalitur í eplin (eins og við köllum kinnarnar), og því næst ennþá meiri highlighter (já ég elska highlighter!). Síðast en ekki síst notaði ég neutral varablýant og fyllti inn í varirnar með honum, og setti svo fallegt gloss til þess að toppa þær. Ég mæli með frekar látlausum lit á varirnar ef verið er að fara eitthvað sem krefst þess að borða, ekkert leiðinlegra en að vera kannski með rauðar tennur eftir varalitinn. Þá var hún tilbúin – og ekki amalegt að fara svona sæt og fín í jólahlaðborð. Vörurnar sem ég nota eru aðal- lega frá Make up forever. Tilvalin förðun fyrir jólahlaðborðið Fyrirsæta: Unnur A. Hauksdóttir. Förðun: Kristín Wium, förðunarfræðingur frá MASK Makeup school með diploma í leikhús- og kvik- myndaförðun. EFTIR FYRIR EFTIR Jól í Kóda Munið gjafakortin Hafnargötu 15 | Sími 421 4440 Opnunartímar fram að jólum: Laugardag 17. des. 11–18 Sunnudag 18. des. 13–18 Mánudag 19. des. 11–22 Þriðjudag 20. des. 11–22 Miðvikudag 21. des. 11–22 Fimmtudag 22. des. 11–22 Föstudag 23. des. 11–23 Laugardag 24. des. 10–12 NÝTT ÚTLIT NÝTT ÚTLIT MEÐ KRISTÍNU WIUM 6 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.