Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 18

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 18
Sendum starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og bæjarbúum öllum okkar bestu jólakveðjur og óskum þeim farsældar á nýju ári. REYKJANESHÖFN „Víkurfréttir calling…“ Svona hófst Facebook-færsla blaða- manns Víkurfrétta á dögunum en þar var auglýst eftir þeim Grind- víkingi sem teldist vera mesta jóla- barnið og voru nokkir möguleikar gefnir á að uppfylla skilyrðin; jóla- skreytingar, fjöldi smákökuteg- unda, stærsta jólatréið, skrýtnustu jólanærbuxurnar svo einhver dæmi séu tekin. Spjótin beindust fljótlega að Klöru Bjarnadóttur en hún er aðflutt, gift Ómari Enokssyni. Hún uppfyllti öll þessi skilyrði - þó er ekki vitað um skrýtnu jólanærbuxurnar… Aðspurð sagðist Klara ekki hafa orðið svo mikið jólabarn eins og hún er í dag, fyrr en hún stofnaði fjölskyldu en að koma að húsi þeirra hjóna að Selsvöllum 14 og hvað þá inn í það, var eins og ganga inn í jóla- kvikmynd… Klara byrjar að skreyta í byrjun nóvember, jólatréð er alltaf komið upp á fyrsta degi aðventu og helst vill hún að þær tíu til fimmtán smá- kökutegundir sem hún bakar, séu búnar áður en sjálf jólin ganga í garð! Meðfylgjandi myndir lýsa vonandi jólagleði Klöru og fjölskyldunnar á Selsvöllum 14 í Grindavík, þó vantar aðeins inn í jöfnuna því Ómar sem er erlendis vegna vinnu, á eftir að koma jólasveinum upp sem hanga utan á húsinu, ásamt öðru skrauti fyrir í garðinum. Fjölskyldan stefnir á að allt verði komið upp í byrjun næstu viku, sjón verður sögu ríkari! Mesta jólabarn Grindavíkur? Jólasmákökurnar eiga að vera búnar áður en jólin ganga í garð. GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is 18 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.