Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 20

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 20
Elvar Orri, eins og hann er oftast kallaður, er mikið jólabarn og finnst hann ekki vera búinn að skreyta fyrr en jólatréð er komið upp. Árið 2022 var viðburðaríkt ár hjá honum en hann útskrifaðist úr Hárakademíunni, trúlofaði sig, keypti sína fyrstu fasteign og fékk nýjan fjölskyldumeðlim. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið 2022 var æðislegt í alla staði, það er svo margt sem stendur mest upp úr. En það er að ég útskrifaðist úr Há- rakademíunni, ég og unnusti minn trúlofuðum okkur, einnig keyptum við okkar fyrstu fasteign og fengum okkur nýjan fjölskyldumeðlim sem er Labrador hundur og heitir Emil. Ert þú mikið jólabarn? Svo sannarlega, ég hef alltaf verið mikið jólabarn og held mikið uppá jólin. Jólin eru einn af mínum uppáhalds- tímum. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Yfirleitt skreyti ég í byrjun nóvember og því fer jólatréð upp á svipuðum tíma og ég skreyti. Ég vil helst hafa það uppi sem allra lengst, mér finnst ég ekki vera búinn að skreyta nema jólatréð sé komið upp. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu ein- hverjar skemmtilegar jólaminningar? Fyrstu jólin sem ég man eftir eru jólin þegar ég var sex ára, ég fékk svo dýrmæta gjöf þau jól að þeim mun ég seint gleyma. En skemmtilegar jólahefðir? Engar sérstakar jólahefðir, bara njóta hverrar stundar með mínum nánustu og gera það besta úr þessum tíma með mínu fólki. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Ég reyni yfirleitt að vera búinn með þær í byrjun des- ember til að geta notið um hátíðarnar. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Algjörlega ómissandi að skreyta. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Bangsi sem ég fékk í gjöf frá frænku minni þegar ég var lítill. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Það er ekkert sérstakt á listanum í ár. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er klárlega hefð varðandi matinn en það er ham- borgarhryggur og meðlæti. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla njóta þess að vera með fólkinu mínu. Jólatréð fer yfirleitt upp í byrjun nóvember G uð m un du r E lv ar O rr i P ál ss on Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Óskum Suðurnejsamönnum og farsældar á nýju ári gleðilegra jóla 2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM0 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.