Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 22
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Gleðilega hátíð Emma Geirsdóttir er aðfluttur Grindvíkingur en ólst upp á Akureyri. Hún hefur verið virk í félagsstarfi Grindvíkinga síðan hún fluttist í bæinn árið 1999, t.d. í Kvenfélaginu og er í Þórkötlu sem er kvennadeild björgunar- sveitarinnar Þorbjörns. Hún hefur alltaf verið mikið jólabarn og eftir- minnilegasta jólagjöfin er klárlega gjöf sem leit út fyrir að verða glötuð en breyttist í yndislegustu gjöfina. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið 2022 er búið að vera við- burðaríkt hjá mér og mínum manni, við byrjuðum árið á að fá covid og vorum að taka íbúðina í gegn hjá okkur, brjóta, bramla og mála svo það var bara verkjatafla og halda áfram. Við eigum þrjú börn og komu þau öll með barn á árinu, í febrúar, mars og maí svo árið er búið að vera yndislegt hjá mér og minni fjöl- skyldu. Ert þú mikið jólabarn? Já ég er mikið jólabarn og nýt þess að skreyta allt hátt og lágt hjá mér. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Venjulega fer tréð upp í fyrstu viku desember hjá mér en núna var það sett upp 6. nóvember og all skrautið líka. Við vorum með jólaboð um miðjan nóvember svo allir kæmust. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég var þriggja, að verða fjögurra jólin 1975, þá uppgötvaðist á Þor- láksmessu að allt laufabrauðið væri ónýtt svo við stórfjölskyldan fórum í að gera nýtt laufabrauð, um 500 til 600 kökur. En skemmtilegar jólahefðir? Þegar við förum í laufabrauð þá finnst mér jólin vera að koma. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Oftast er ég búinn í byrjun desember en núna fór ég til Ameríku og kláraði allt þar í enda nóvember. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Góð stund með fjölskyldunni og horfa á fallega jólamynd. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Eftirminnilegasta jólagjöfin var þegar bóndinn ætlaði að vera voða- lega fyndinn og gaf mér bón- og þrifpakka fyrir bílinn sem var í glærri tösku. Ég var ekki voðalega ánægð með hann og neitaði að skoða pakkann betur og á jóladagskvöld opnaði ég hann svo hann myndi hætta að stæra sig af fína bónsettinu, þá leyndist þar demantshringur sem ég vissi ekki af. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Nei einginn óskalisti ég er ánægð með allt nema bílabón Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Ég verð með Hamborgarhrygg sem er alltaf hjá mér ég ólst upp við það og held í þá hefð. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að vera heima að hafa það rólegt um jólinn og hitta fjölskylduna og barnabörninn Emma Geirsdóttir Bón- og þrif- pakkinn breyttist í demantshring 22 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.