Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 30

Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 30
ákvað að senda tölvupóst á þau og athuga nánar með þetta og í raun senda inn umsókn til þeirra. Daginn eftir fékk ég svar um að ég ætti að koma í vikunni eftir til Hollands í próf hjá flugfélaginu. Ég hafði viku til þess að læra og undirbúa mig aðeins, sem ég gerði eins mikið og ég gat. Ég fór svo til Hollands, þar voru nokkrir aðrir Íslendingar sem ég kynntist en við vorum öll á sama hótelinu. Prófið tók svo við og stóð yfir í heilan dag, í því fólst bóklegt próf, próf í flug- hermi og viðtal. Daginn eftir að ég kom heim fékk ég tölvupóst um að ég hefði fengið starfið. Þetta gerðist allt sjúklega hratt. Ég er mjög spennt, sérstaklega því Telma vin- kona mín er líka að vinna hjá þeim,“ segir Sóley og bætir við: „Þetta var alveg draumur áður en hún byrjaði en eftir að hún hóf störf þarna varð þetta aðal draumurinn og það komst eiginlega ekkert annað að. Undir- meðvitundin var að gera allt til að komast þangað. Ferðin sem ég fór til Grikklands er gott dæmi um það, ég fór út til að safna flugtímum og fá meiri reynslu til þess að komast inn hjá Atlanta - og það gekk.“ „Nú ætla ég að njóta þess að lifa drauminn“ Sóley hefur þjálfun hjá flugfélaginu í janúar og segist vera mjög spennt fyrir komandi tímum. „Þetta er sjúk- lega spennandi, hver vinnutörn er í raun heimsreisa því flestir sem vinna hjá þessu flugfélagi eru að fljúga um allan heim. Það heillar mig svaka- lega, ég hef séð það hjá Telmu vin- konu að hún hefur fengið að upplifa ótrúleg ævintýri í gegnum það að ferðast um allan heim. Ég er mjög spennt að hafa eitthvað fyrir stafni, að sjá eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt, kynnast nýju fólki og fara út fyrir litla Ísland. Ég sé fyrir mér að vera þarna eins lengi og ég get. Mér finnst ég núna geta andað aðeins léttar þó svo að ég sé ennþá að átta mig á þessu. En þetta eru geggjaðar fréttir og mig langar liggur við að öskra þær af Berginu. Auðvitað er viss partur af manni sem mun ekki trúa þessu ekki fyrr en ég byrja því ég hef lent í því að lífið taki u-beygju og ég átta mig á því að það getur alltaf gerst. Það hefur eiginlega verið hugsunin hjá mér hingað til en það þýðir ekki að hugsa þannig lengur. Þetta er að fara að gerast og nú ætla ég að njóta þess að lifa drauminn.“ Ætlar að njóta þess að lifa drauminn Ég fór svo til Hollands, þar voru nokkrir aðrir Íslendingar sem ég kynntist en við vorum öll á sama hótelinu. Prófið tók svo við og stóð yfir í heilan dag, í því fólst bóklegt próf, próf í flughermi og viðtal. Daginn eftir að ég kom heim fékk ég tölvupóst um að ég hefði fengið starfið. Þetta gerðist allt sjúk- lega hratt. Sóley keypti sér „One Way Ticket“ til Grikklands. Í krabbameinsmeðferðinni heima á Íslandi. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða 30 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.