Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 32

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 32
Tillaga um stuðning við sam- félagsleg verkefni í Reykjanesbæ, sem undirrituð er af oddvitum allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir lagði fram tillöguna ásamt greinar- gerð um stuðning við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ. Tillagan er þessi: Súlunni verði falið að útbúa kynningu um þau tækifæri sem eru til staðar fyrir atvinnurekendur á svæðinu til að styðja við samfélagið í Reykjanesbæ. Kynningin verði unnin í samstarfi við helstu íþrótta-, tómstunda- og menningarfélög á svæðinu. Kynn- inguna skal einnig vinna í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð sem og menningar- og atvinnuráð. Í fram- haldinu skuli bæjarstjóri tryggja að farið verði á fund stærstu vinnu- veitenda á svæðinu og kynningin flutt fyrir þá og opnað á samtalið um tækifæri þeirra til stuðnings við margvísleg samfélagsverkefni í Reykjanesbæ. Kynningarfundir skulu fara fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 og í framhaldinu unnið að því að tengja saman aðila á svæðinu. Í greinargerð með tillögunni segir: Á síðastliðnum árum hefur það komið reglulega fram í samtölum við aðila sem standa að íþrótta-, menn- ingar og tómstundastarfi í Reykja- nesbæ að fjármögnun rekstrar og verkefna sé vandasamt og tímafrekt verkefni. Forsvarsmenn nefna að þeir tali oft fyrir daufum eyrum, ekki hvað síst þegar um að ræða samtal við rekstraraðila sem reki umfangs- mikla starfsemi á svæðinu en séu með höfuðstöðvar sínar utan bæjar- félagsins. Skorts á skilningi á þörfum samfélagsins virðist gæta. Öll þau stærri fyrirtæki sem starfa hér á svæðinu og treysta á að íbúar Reykjanesbæjar séu áhugasamir um störf hjá þeim virðast, út á við, vera mjög meðvituð um sína sam- félagslegu ábyrgð. Af því má ráða að þessi fyrirtæki skilji að þau hafi hag af því að starfsmenn þess kjósi að búa í Reykjanesbæ og nýta þar þá þjónustu og afþreyingu sem í boði er. Þessi fyrirtæki hafa flest hver markað sér skýrar stefnur um sam- félagsábyrgð og því virðist vera fullur vilji hjá atvinnurekendum að vera virkur þátttakandi í því sam- félagi sem stór hluti starfsmanna þeirra lifir í. Samfélaginu þar sem börn starfsmanna sækja skóla, stunda tómstundir, iðka íþróttir og starfsmennirnir sjálfir eru virkir þátttakendur í viðburðum, menn- ingu og daglegu lífi. Það virðist því ekki skorta yfirlýstan vilja aðila til að vera virkur þátttakandi í daglegu lífi íbúa Reykjanesbæjar en ein- hverra hluta vegna lítur það þannig út að einhverjir aðilar í þessum hópi sjái ekki hvaða tækifæri eru til staðar til að styðja við samfélagið í Reykjanesbæ. Reykjanesbær á að opna þetta samtal milli aðila hér á svæðinu. Mælikvarði árangurs: • Menningar, íþrótta- og tóm- stundafélög finni fyrir auknum stuðningi helstu vinnuveitenda íbúa Reykjanesbæjar. • Stærstu atvinnuveitendur íbúa Reykjanesbæjar verði sýnilegri í daglegu lífi bæjarbúa. • Umræður um stuðning við samfélagið Í Reykjanesbæ og hin ýmsu félög innan Reykja- nesbæjar eigi sér stað tvisvar á ári milli Reykjanesbæjar og at- vinnurekenda. • Kynna skal áfangaskýrslur kynningarátaksins ásamt niðurstöðum úr samtölum fyrir bæjarstjórn reglulega á meðan það varir. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir B-lista Friðjón Einarsson S-lista Valgerður Pálsdóttir Y-lista Margrét Sanders D-lista Margrét Þórarinsdóttir U-lista. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkir erindi sviðsstjóra umhverfis- sviðs þar sem óskað er eftir heimild að samþykkja tilboð frá Sveinsverk, sem var með lægsta tilboðið, í lagningu á nýjum vegi frá mislægum gatna- mótum suður að Njarðvíkurheiði að tengivirki Landsnets. Í áherslum umhverfissviðs Reykjanesbæjar við gerð fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2023 var mikla áhersla lögð á að fá fjármagn til að fara í nýjan veg frá mislægum gatnamótum suður að Njarðvíkurheiði að tengivirki Landsnets. Þessi vegur tengir í leiðinni nýtt efnislosunarsvæði sem þarf að byrja á á nýju ári þar sem efnislosunarsvæðið á Stapa er orðið fullt og því þarf að loka. Vegna framkvæmda við nýtt tengivirki Landsnets kom upp sú hugmynd að flýta þessari framkvæmd þannig að Landsnet gæti nýtt sér þennan veg við framkvæmdir í staðinn fyrir að gera upp eldri slóða sem fara um Patterson. Eftir samninga viðræður við Landsnet er fyrirtækið tilbúið að leggja fjár- magn í þessa framkvæmd ef það má verða til þess að flýta framkvæmdinni. Hér er um fasta upphæð að ræða og vegurinn yrði eign Reykjanesbæjar eftir framkvæmd. Sett var út verðkönnun á veginn og var verktakafyrirtækið Sveinsverk lægst með um 70% af kostnaðaráætlun. Menningar- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar fékk á dögunum kynn- ingu á Prentsögusetri. Ráðið þakkar í fundargerð fyrir áhuga- vert erindi sem varðar möguleika á samstarfi við Prentsögusetur um uppsetningu prentsögusafns í Reykjanesbæ. Erindið samræmist ekki framtíðarsýn menningarmála í Reykjanesbæ og er því hafnað. Prentsögusetur verður ekki í Reykjanesbæ Atvinnurekendum verði kynntur stuðningur við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ Á síðastliðnum árum hefur það komið reglulega fram í samtölum við aðila sem standa að íþrótta-, menningar og tómstundastarfi í Reykjanesbæ að fjármögnun rekstrar og verkefna sé vandasamt og tímafrekt verkefni. Ráðist í vegagerð á Njarðvíkurheiði með aðkomu Landsnets vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á AUGLÝSINGASÍMI 421 0001 32 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.