Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 34

Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 34
Rafbrauð og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun Rafbrauð á fjórum hjólum og ljúfar veitingar voru í jólaboði Bílakjarnans og Nýsprautunar í byrjun desember. Sverrir Gunnarsson og hans fólk tók á móti viðskiptavinum og sýndu á sama tíma nýjustuDIS. Buzz Pro og ID. Buzz Cargo rafbílana frá Volkswagen. „Þetta eru skemmtilegar rafbíla nýjungar frá Volkswagen. Gamla rúg- brauðið komið í rafmagn og heitir þá bara rafbrauð,“ sagði Sverrir. Þessir nýju VW rafbílar vöktu at- hygli í jólaboðinu en í salnum voru líka mun eldri VW bílar sem gestir nutu þess að skoða um leið og þeir nutu veglegra veitinga. Elmar Þór Hauksson hefur sungið fyrir Suðurnesjamenn á undan- förnum árum en hann er starfs- maður í Bílakjarnanum. Hann tók nokkur jólalög í glæsilegum sal Bíla- kjarnan á Fitjum í Njarðvík en með honum var enginn annar en Arnór Vilbergsson við hljómborðið. Með- fylgjandi myndir voru teknar í fjörinu. Sverrir Gunnarsson og Jenný Waltersdóttir, kona hans, í glæsilegum sýningarsal Bílakjarnans á Fitjum. Stálsmiður á viðhaldsstöð Icelandair Viðhaldsskýli Keflavík - Fullt starf Tækniþjónusta Icelandair ber ábyrgð á rekstri og eftirliti með viðhaldi flugvélaflota Icelandair. Hjá Tækniþjónustu Icelandair starfar öflugur hópur sem sér til þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi. Við leitum að einstaklingi með fagmenntun eða starfsreynslu á sviði vélvirkjunnar og/eða stálsmíði á viðhaldsstöð fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið: | Stálsmíði, vélvirkjun, rennismíði, vélfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi | Víðtæk reynsla af málmsmíðum | Öguð vinnubrögð og gott skipulag | Hæfni í mannlegum samskiptum | Íslensku kunnátta | Góð tölvukunnátta Hæfniskröfur: | Stálsmíði úr svörtu/ryðfríu stáli og áli | Almenn nýsmíði og viðgerðir | Almenn suðuvinna og ál suða | Önnur tilfallandi verkefni Í samræmi við jafnréttisstefnu Icelandair og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 2. janúar 2023 á https://jobs.50skills.com/icelandair/is/17156 Nánari upplýsingar veita Ásbjörn Halldór Hauksson, asbjornhal@icelandair.is Viktor Smári Hafsteinsson, viktorh@icelandair.is 34 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.