Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 15.12.2022, Blaðsíða 38
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Langbest þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða langbest.is Sunna Líf reynir að klára jólainnkaupin fyrir 20. desember til að koma í veg fyrir stress „korter í jól“. Henni finnst jóla- smákökur og heimabökuð brún lagterta vera ómissandi á jólunum en hjá fjölskyldu hennar er einnig hefð fyrir því að vera með lamba hamborgarhrygg á aðfangadag. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Við gátum loksins farið að ferðast aftur að einhverju viti og nýttum okkur það mikið. Það sem stóð upp úr er 100% Ítalíu ferðin til Rómar, Róm er geggjuð borg sem allir ættu að heimsækja. Ert þúmikið jólabarn? Svona já og nei, ég elska jólin en leyfi mér ekki að byrja hlakka al- mennilega til fyrr en eftir að jóla- prófin eru búin. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Oftast í kringum þriðja í aðventu eða hreinlega bara þegar við höfum tíma í það. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Veit ekki hvaða jól eru þau fyrstu sem ég man eftir en ég man eftir því þegar ég var yngri fékk ég alltaf að opna einn pakka á að- fangadag þegar klukkan sló sex áður en við byrjuðum að borða jólamatinn. En skemmtilegar jólahefðir? Ég hef alltaf verið hjá ömmu og afa í Sandgerði með móðurfjöl- skyldunni um jólin síðan ég man eftir mér og svo á jóladag hefur amma Ásta komið til okkar og ég opna pakkana frá henni og föður- fjölskyldunni með henni. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Það fer rosalega mikið eftir því hversu upptekin ég er í desember. Reyni samt oftast að vera ekki að stressa mig á jólagjöfum korter í jól og reyni því að klára kaupin fyrir 20. des. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Ætli það séu ekki jólasmákökur og heimabökuð brún lagterta. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? Úff, þær eru allar skemmtilegar á sinn hátt. Ætli það sé samt ekki þegar mamma og pabbi gáfu mér ryksugu þó að ég væri ekki flutt að heiman, eða þegar ég fékk STIGA snjósleðann sem var efstur á óskalistanum eitt árið. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Ekkert sem ég man eftir eins og er, finnst líka skemmtilegra að vita ekki fyrirfram hvað ég mun fá í jólagjöf. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er alltaf lamba hamborgar- hryggur, brúnaðar kartöflur og rauðvínssósa á jólunum hjá okkur og svo er alltaf mandla og möndlugjöf. Möndluhefðin er sú að yngstur fær sér fyrst og svo koll af kolli. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég verð vinnandi mest megnið af desember í ár, slepp samt heim úr vinnu á slaginu sex á aðfangadag. Heimabökuð brún lagterta ómissandi á jólunum S un na L íf Z an FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN FÆRÐU HJÁ OKKUR KROSSMÓA - REYKJANESBÆ 38 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.