Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 42

Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 42
það var strákur ákváðum við að ef seinna barnið yrði stelpa þá myndi hún heita því nafni – en svo eftir þessi símtöl litum við á hvort annað og sögðum bæði: „Er þetta kannski bara Freyja?“ og þá sagði pabbi hennar: „Freyja Mist.“ Þá var það eiginlega ákveðið þarna á fæðingar- deildinni. Okkur fannst það passa vel við hana, pabbi hennar heitir líka Gylfi Freyr og hann tekur einn á móti henni og hún fæðist á Freyju- völlum – æskuheimilinu mínu. Þannig að þetta var eiginlega skrifað í skýin, hún valdi sér þetta nafn,“ segir Gunnhildur. Og svo varð úr, Freyja Mist var skírð í húsinu sem hún fæddist, á Freyjuvöllum og kom það fáum á óvart þegar nafnið var tilkynnt. „Það voru nokkrir búnir að giska á að hún myndi heita Freyja, þegar við tilkynntum svo nafnið hennar hátt og skýrt fóru margir að hlæja,“ segir Gunnhildur. Ótrúleg tilviljun, eða örlög? Sumir myndu telja það vera magnað að faðirinn heitir Gylfi Freyr og að hún hafi fæðst og verið skírð á Freyjuvöllum en þar með er sagan ekki öll. Hálfu ári eftir að Freyja Mist kom í heiminn komst Gunnhildur að því að önnur af lögreglukonunum sem fóru í útkallið á Freyjuvellina 11. júlí heitir Freyja Mist. „Nokkrum mánuðum seinna var ég að labba með strákinn okkar á leikskólann og hitti eina mömmu sem er lög- reglukona. Ég fór að spjalla við hana og hún spyr hvort ég viti hvað lög- reglukonan heiti sem kom í útkallið þegar Freyja Mist okkar fæddist og ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hún mér að hún heiti Freyja Mist. Mér finnst þetta svo magnað og ótrúlegt – að við höfum ákveðið að hún myndi heita Freyja út af því að hún fæddist á Freyjuvöllunum og Gylfi Freyr tók á móti henni og síðan heitir lögreglu- konan sem fór í útkallið nákvæmlega sama nafni, Freyja Mist.“ Aðspurð hvort Freyjurnar hafi hist og hvort lögreglu- konan viti af nafngiftinni segir Gunnhildur: „Þær eru búnar að hittast, fyrir tilviljun. Árni Freyr (leggur áherslu á nafnið Freyr), vinur minn, er lögreglumaður og hann og Freyja Mist voru að keyra inn Freyjuvellina (leggur aftur áherslu á Freyju) þegar ég var úti að labba með Freyju litlu í vagninum. Þau stoppuðu til að spjalla smá við okkur og ég sagði henni frá þessu. Þá var hún víst búin að heyra þetta en það var gaman að þær skyldu hafa hist. Henni fannst þetta líka magnað og mjög skemmti- legt.“ Hún er bara algjör Freyja „Okkur þykir vænt um þessa sögu og fyrst að allt fór vel þá finnst okkur þetta æðisleg minning,“ segir Gunn- hildur. Freyja Mist kom með hraði í heiminn og nú einu og hálfu ári síðar er hún „óttalaus og öflug“ að sögn móðurinnar. „Hún er ótrúlega dugleg og sterkur karakter. Hún er frekar róleg en hendir sér í allt. Hún á kröftugan, stóran bróður en hún gefur ekkert eftir – sem passar svo vel við nafnið hennar. Það er gaman að segja frá því að merking nafnanna Freyja og Gunnhildur er svolítið sambærileg; sterk kona. Þetta nafn á ótrúlega vel við hana, hún er bara algjör Freyja.“ Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það voru nokkrir búnir að giska á að hún myndi heita Freyja, þegar við tilkynntum svo nafnið hennar hátt og skýrt fóru margir að hlæja ... Freyja Mist og Gunnar Elís saman við jólatréð. 42 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.