Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 48

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 48
REYKJANESBÆR ÓSKAR BÆJARBÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI Hjónin Guðmundur Steinarsson og Anna Pála Magnúsdóttir hafa verið saman ... nánast alltaf. Þau kynntust sem börn á leikjanámskeiði, urðu bestu vinir, svo kærustupar og loks hjón. Það er ekki annað að sjá en að þau séu alltaf yfirmáta hamingjusöm og ánægð með tilveruna – og hvort annað. Bæði eru þau afreksfólk í íþróttum, Gummi markahrókur í fótboltanum og Anna Pála var hluti gullaldarliðs Keflavíkur í körfuboltanum. Víkurfréttir hittu hjónin á fallegu heimili þeirra í Keflavík og við ræddum um lífið fyrir og eftir að íþróttaferlum þeirra lauk en bæði hafa þau náð afbragðsárangri, hvort í sinni íþróttagrein. Anna Pála lék körfubolta með Keflavík og varð Ís- lands- og bikarmeistari með liðin en Gummi lék fótbolta með Keflavík. Hann lék með liðinu þegar Keflavík lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu árið 2008 en þá varð hann marka- hæstur í deildinni. Hann er jafnfram leikja- og markahæstur Keflvíkinga í efstu deild. Gummi hefur einnig náð ágætis árangri sem þjálfari en hann var lengi aðstoðarþjálfari hjá Ágústi Gylfasyni og Anna Pála var sjúkraþjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfunni. Nú eru þau hjónin komin á kaf í vinnu með körfuknattleiksdeild Keflavíkur en Gummi var ráðinn framkvæmdastjóri deildarinnar í ár. Meistarahjónog bestu vinir 48 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.