Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 54

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 54
Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar í Vogum, hefur þann skemmtilega jólasið að ganga með fjölskyldu sinni og vinum niður Laugaveg á Þorláksmessu og dansa í kringum jólatréð á Austurvelli. Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið 2022 var bara mjög gott, áttum margar góðar stundir saman á árinu en það sem stendur upp úr eru ferðalög um landið og utan- landsferð til Krítar í september. Ert þú mikið jólabarn? Já, ég myndi segja það. Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Það var alltaf sett upp á Þorláks- messu þegar ég var yngri en það hefur farið upp nokkrum dögum fyrr eftir að ég fór að búa sjálf – en mér finnst alltaf eitthvað svo huggulegt að setja það upp á Þorláksmessu þannig, hver veit? Kannski fer það upp þá í ár. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Skemmtileg jólaminning þegar ég og systir mín sátum fyrir framan jólatréð og sungum jólalög á meðan við biðum eftir að mamma og pabbi voru búin að ganga frá í eldhúsinu og við gætum opnað pakkana. En skemmtilegar jólahefðir? Fjölskyldan mín og vinafólk okkar hittist alltaf á Þorláksmessu, við borðum saman kvöldmat niður í miðbæ og löbbum Laugaveginn. Stoppum alltaf við jólatréð á Austurvelli, dönsum kringum tréð og syngjum lagið Göngum við í kringum. Erum alltaf um tuttugu saman og náum við því allan hringinn í kringum tréð. Fullt af fólki stoppar oft og fylgist með og stundum taka aðrir þátt en við tökum alltaf bara þetta eina lag og höfum gert í tuttugu og eitthvað ár. Hvenær klárar þú að kaupa jóla- gjafirnar? Það er mjög misjafnt. Reyni að vera snemma í þessu eða að minnsta kosti vera búin að ákveða hvað ég ætla gefa öllum. Er kannski að kaupa seinustu gjafirnar í kringum 15. desember í seinasta lagi. Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Jólabrunch hjá mömmu og pabba á jóladag. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? Hmm, hef alltaf fengið mjög fallegar og góðar gjafir en ætli það sé ekki þegar ég fékk fyrsta símann minn. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Svolítið síðan snjallúrið mitt dó og mig hefur langað í nýtt í síðan en ekki látið verða að því að kaupa mér þannig. Ég er búin að óska eftir nýju úri. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Við verðum hjá tengdaforeldrum mínum þessi jól en ég er ekki viss hvað þau ætla hafa. Hefðin sem ég er alin upp við er hamborgar- hryggur í aðalrétt með ýmsu góðu meðlæti og rósakálssúpa í forrétt en þessi súpa var alltaf hjá lang- ömmu og hefur haldist þannig síðan. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla reyna slaka á og njóta með fjölskyldunni minni. Búið að vera mikið álag seinustu mánuði og það verður gott að komast í smá frí – komast í gönguferðir og lesa kannski skemmtilega bók. Jólabrunch hjá mömmu og pabba er ómissandi Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Petra Ruth (l.t.h.) með systkinum sínum. Gleðileg jól og farsælt komandi ár www.southair.is 54 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.