Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 56

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 56
Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju ári Mikið er um að vera hjá dóna lega sönghópnum Jóla bjöllurnar þessa dagana. Sönghópurinn saman- stendur af sjö hressum konum sem koma fram og syngja jólalög á hinum ýmsu viðburðum. Hópurinn hefur ákveðna sérstöðu þar sem lög á borð við Hátíðarsköp, Þvagleki um jólin og Jólaswingið eru iðulega sungin af hópnum. „Þetta allt byrjaði þannig að hóp- urinn söng bara þessi hefðbundnu, klassísku jólalög sem við þekkjum öll og svo fór hópurinn að gera eitt og eitt lítið grín hér og þar í lögunum og núna erum við komnar með þetta á eitthvað allt annað „level“. Í dag er vinsælast að fá okkur í svona „dóna- prógram“, við erum aðallega í því en tökum hitt að sjálfsögðu líka að okkur með glöðu geði,“ segir Jóhanna María Kristinsdóttir, ein af Jólabjöll- unum. Jóhanna er með Bachelor-gráðu í tónlist frá Listaháskóla Íslands og kennir í Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Jóhanna er eini meðlimur sönghópsins sem kemur frá Reykja- nesbæ, aðspurð hvernig hópurinn varð til segir hún: „Þær voru búnar að vera starfandi í sex ár áður en ég kom inn í hópinn. Þær voru saman í kór og þeim fannst ekki vera nógu mikið sungið af jólalögum, þær ákváðu því að stofna „hliðarkór“ eða litla söngsveit til að syngja fleiri jólalög saman. Árið 2019 fór ég á námskeið hjá Improv Ísland og kynntist Jónu, einni af stofnendum hópsins, þar berst til tals að ég sé söngkona. Einhverjum mánuðum eftir að námskeiðinu lauk hefur hún samband við mig og biður mig um að syngja með þeim. Ég var til í það, mætti heim til hennar í smá brunch með hópnum og við sungum saman. Ég hef ekki losnað við þær og þær ekki við mig síðan.“ Hvaðan kemur nafnið Jólabjöll- urnar? „Góð spurning, ég þekki það ekki almennilega en við grínumst reglu- lega með að okkur finnist þetta hræðilegt nafn. Á sama tíma og við gerum mikið grín af því, þykir okkur mjög vænt um það en svo eigum við gælunafn eða hálfgert „alter ego“ sem heitir ekki Jólabjöllurnar heldur „Drjólapjöllurnar“ sem við notum þegar við erum með grínprógramið okkar,“ segir Jóhanna og hlær. Hvað eruð þið sem hópur að gera þessa dagana? „Við byrjum að undirbúa okkur fyrir jólatíðina í ágúst, svo við erum búnar að vera í stífum æfingum síðustu mánuði. Við vorum með tónleika 1. desember á Gauknum, þar tókum við bara dónalög og fullt af nýjum lögum, við vorum líka í Aðventu- garðinum í Reykjanesbæ annan í aðventu. Það sem við erum aðallega að gera þessa dagana er að syngja á jólahlaðborðum og litlum sam- komum á vinnustöðum. Við höfum samt fengið alls konar verkefni, við höfum mörgum sinnum sungið í miðbæ Reykjavíkur í kringum jólin. Þá erum við að rölta um miðbæinn og koma við hér og þar og tökum nokkur lög.“ Hvernig grín gerið þið í lögunum? „Við tölum oft um að við séum að sérhæfa okkur í því að taka öll fal- legu og hugljúfu jólalögin sem Ís- lendingar elska og eyðileggja þau. Undirstaðan er sú að okkur finnst rosalega gaman að gera grín og dansa svolítið á línunni og vera tví- ræðar í því sem við erum að syngja. Þó svo að umfjöllunarefnið sé klúrt, segjum við upp til hópa ekki mikið af einhverjum dónalegum orðum eða Syngja skemmtilega óviðeigandi jólalög D Ó N A L E G I S Ö N G H Ó P U R I N N J Ó L A B J Ö L L U R N A R 56 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.