Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 59

Víkurfréttir - 15.12.2022, Side 59
Það er ekki nema rúm öld síðan við Íslendingar bjuggum í torfkofum og eðlilega voru jólin haldin öðruvísi á þeim tíma en í hverju liggur mesti munurinn? Heiðurshjónin Willard Fiske Ólason og Valgerður Gísladóttur í Grindavík eru 86 og 85 ára gömul og muna tímana tvenna. Þau hafa alla sína tíð búið í Grindavík þaðan sem Valgerður er en Willard er fæddur og uppalinn í Grímsey og fæddist meira að segja í torfbæ! Hans fyrstu minningar frá jólum eru í kringum sjö ára aldurinn. „Þegar ég var ungur bjuggu um 130 manns í Grímsey en á þessum tíma snerist lífið nánast eingöngu um að hafa ofan í sig og á. Grímsey var nokkurs konar matarkista og þar var gott að búa. Eðlilega er ekki hægt að líkja jólunum þá við jólahátíðina í dag, mínar fyrstu minningar eru um sjö ára aldurinn en þá voru engar gjafir enda ekki auðvelt að komast í búð til að kaupa þær. Grímsey var mjög einangruð og það voru ekki ferðir upp á land nema á þriggja vikna fresti. Þegar ég fæddist var engin verslun en svo kom kaupfélag en þá lögðu eyjaskeggjar fiskinn þar inn og gátu fengið vörur á móti. Svo fyrstu jólin mín er ekki mikið um glysgjarnar jólagjafir. Jólatréð var búið til úr timbri og eðlilega var ekki mikið um skraut.“ Fyrsta jólagjöfin sem Willard man eftir var ekki til hans: „Systir mömmu sendi okkur kertastjaka og með fylgdu tvö kerti, annað rautt og hitt blátt. Hún samdi ljóð á sama tíma og það fylgdi með en hún var mikil brandarakerling:“ Þegar rauða kertið út er brunnið, þá seturðu bara bláa kertið í. Og ef ykkur vantar ennþá meiri kerti, þá verðið þið sjálf að sjá ykkur fyrir því. „Ég minnist ekki jólagjafa fyrstu æviárin en um tíu ára aldurinn frétti ég af jólagjöfum og ákvað að gefa systkinum mínum og foreldrum eitthvað, átti smá pening en ekki var nú úrvalið í kaupfélaginu upp á marga fiska. Enginn var jólapapp- írinn til svo ég pakkaði gjöfunum inn í dagblöð og batt fyrir með lopa frá mömmu því ekkert var límbandið heldur til. Svona var þetta frumstætt í byrjun og jólahefðirnar snerust að mestu um að gera betur við sig í mat en eitt lamb fékk alltaf að lifa aðeins lengur en var slátrað fyrir jólin. Ef að það var prestur í eyjunni þá var messað en oftast kom hann milli jóla og nýárs og þá var jólamessa. Ég man líka eftir fjölskylduboðum en systkini foreldra minna bjuggu mörg hver í Grímsey og við hittumst mikið milli jóla og nýárs“ Mikil þægindi þegar kamarinn færðist inn í hús Valgerður er fædd og uppalin í Grindavík og ólst upp í Ásgarði og hennar besta æskuminning var þegar kamarinn færðist í kjallarann í húsinu en fram að því hafði hún þurft að fara myrkfælin út til að gera þarfir sínar við fjósið þar sem kam- arinn var. Þröngt máttu sáttir sitja á þessum tíma en foreldrar Valgerðar bjuggu þar ásamt systkinum sínum og mökum þeirra og börnum. Fyrsta jólaminningin er matarkyns: „Mín fyrsta jólaminning er þegar eplin komu í hús en þau þekktust ekki nema á jólunum. Þau voru geymd inni í lokuðum skáp uppi á lofti og þegar ég var lítil stelpa, forvitin og spennt og var að reyna skoða eplin, þá sagðist ég heyra í eplunum, ég fann ekki lyktina heldur heyrði hana! Þegar ég hugsa til baka þá man ég ennþá þessa lykt, hún var dásamleg en þessa lykt finnur maður ekki lengur neitt sérstaklega enda alltaf hægt að kaupa epli úti í búð. Eins og og hjá Willa þá snerust jólin á þessum tíma um að gera betur við sig í mat. Ég man ekki beint eftir miklu jólaskrauti en við í Grindavík vorum nú væntanlega eitthvað á undan Grímseyingunum að byrja á því.“ Hjónin hófu búskap 1959 og þá var strax orðinn mikill munur á íburði: „Húsin voru orðin betri og stærri en þau voru þegar við ólumst upp og úrval af jólaskrauti var orðið miklu meira. Í minningunni voru jólin meiri viðburður hér áður fyrr, börnin glöddust meira yfir gjöfunum þá en í dag eiga allir allt. Þjóðfélagið hefur auðvitað breyst og tíðarandinn, svona er þetta bara. Okkar jólahefðir í dag eru þannig að við erum alltaf á aðfangadegi hjá Guðrúnu dóttur okkar og fjölskyldu hennar og þar til í fyrra, héldum við alltaf jólaboð fyrir alla fjölskylduna á jóladegi. Við erum orðin gömul og förum í staðinn í heimsókn til þeirra og njótum jóla- dagsins hjá þeim,“ sögðu hjónin að lokum. Lyktin af eplum er besta jólaminningin GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is                                                       €‚     ƒ„  …‚  † ƒ  ‡        …  …‚  † ˆ              ‰   Š   Š   ‰    Š      ‹Œ   …       Š    ‰      Š Ž Š Ž Š    Š Ž Š Ž Š Ž Š     ‘­  ’ˆˆ “       ” •    „ ˆ‚   ‹ … ‚  – …   Š­—          Š    Š   Š  ˜ ˜˜    ‹     ‚   Š   Š    ™    Š   ‰     VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 59

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.