Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 65

Víkurfréttir - 15.12.2022, Page 65
„Ég byrjaði með Lúðrasveit verka- lýðsins í janúar 2018, það eru komin fimm ár, svo þetta er það sem ég lifi og hrærist í alla daga. Það eru svo flottir krakkar hér í skólanum, svo er ég að vinna með þessari flottu lúðrasveit í Reykjavík og mig langaði að sameina þetta tvennt. Svo það varð úr að halda tón- leika hér og vera með sólóista héðan, mér fannst það takast mjög vel enda rosalega flottir krakkar sem spiluðu með sveitinni.“ Það voru fjórir einleikarar úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem komu fram á tónleikunum; Sara Dvjetkovic lék á píanó, Bergur Daði Ágústsson á trompet, Guðjón Steinn Skúlason á saxófón og Magnús Már Newman lék bæði á sílafón og sneril. „Þau voru svo flott og stóðu sig svo vel, gaman að því,“ segir Karen og er augljóslega stolt af nemendum skólans. „Þau voru alveg glæsileg og það eru ennþá fleiri krakkar í skólanum sem hefðu getað komið fram. Það er svo ótrúlega flottur hópur af krökkum sem er hér – og það er svo gaman að þau eru til í allt. Krökkunum finnst ekkert mál að æfa jólalög með Bjöllukórnum – jafnvel þótt það sé ennþá sumar.“ Lúðrasveit verkalýðsins fagnar sjötíu ára afmæli á næsta ári Karen segir margt vera framundan hjá sveitinni. „Lúðrasveit verkalýðsins verður sjötíu ára 8. mars á næsta ári svo við erum að plana stórtónleika, veislu og svo ætlum við að fara til Skotlands í sumar – en hér er alltaf eitthvað á döfinni og maður er alltaf að vinna í einhverjum skemmtilegum verk- efnum.“ Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan tónlist? „Ég hef oft hugsað út í það hvort ég ætti að finna mér áhugamál – þetta er bara svo skemmtilegt, að vinna við eitthvað sem þú hefur gaman að. Ég ætlaði alltaf að verða lögfræð- ingur eins og pabbi ... en það gerðist ekki. Ég giftist og flutti hingað. Tón- listin var alltaf með mér, ég fæddist inn í tónlistarfjölskyldu og tók gráður í tónlist alveg eins og í stærðfræði. Þú veist, ég ætlaði í lögfræði. Svo þróaðist þetta og ég er ekki ósátt með það,“ segir Karen og leggur áherslu á orð sín með látbragði. „Ég er mjög sátt með hvar ég er í dag, fæ að lifa og hrærast í tónlist alla daga og vinna með öllum þessum krökkum. Það er svo gefandi að fá að fylgjast með þeim vaxa úr engu og ná að blómstra, það er ótrúlega gaman,“ segir listamaður Reykjanes- bæjar að lokum. Lúðrasveit verkalýðsins ásamt einleikurum og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Einleikararnir stóðu sig allir frábærlega á tónleikunum. Hér leikur Sara Dvjetkovic á píanó. Bergur Daði lék á trompet. Saxófónleikarinn Guðjón Steinn. Magnús Már, slagverksleikari. Haraldur Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans, þakkar Karen fyrir vel heppnaða tónleika. KÆRI NÁGRANNI! SENDUM ÞÉR OG ÞÍNUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA HÁTÍÐ Opið virka daga 9–19 laugard. og sunnud. 10–14 apotekarinn.isSuðurgötu 2 Sími 421 3200 Afgreiðslutími um jól og áramót: Keflavík 24. des 10–12 25. des LOKAÐ 26. des LOKAÐ 27. des 10–19 31. des 10–12 1. jan LOKAÐ 2. jan 10–19 VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 65

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.