Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 66

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 66
Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður í Grindavík, var nýlega kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins en hann hefur setið á þingi síðan 2013. Margir spyrja sig eflaust hvað felst í því að vera ritari stjórnmálaflokks en í flestum félagasamtökum er ritari hluti af stjórn og hlutverkið að rita fundargerðir. Ekkert slíkt er á herðum Villa: „Þetta orð, ritari, er oft notað þegar mörg félög, lönd eða hópar eru undir einni regnhlíf eins og t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum en þar er talað um aðalritara. Helsta hlutverk ritara Sjálfstæðisflokksins er að halda utan um allt innra starfið sem samanstendur af yfir 100 aðildarfélögum um allt land. Þetta nafn var tekið upp fyrir nokkrum árum en þar áður hafði annar varaformaður verið kjörinn til að sinna þessu starfi. Ritari má ekki vera ráðherra en formaður og varaformaður eru í því hlutverki þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við völd. Ég er nýlega tekinn við og hlakka til að hitta sjálfstæðisfólk vítt og breytt um landið og tengja grasrótina betur við kjörna fulltrúa.“ Það er ekki beint hægt að segja að alþingi sé jólafjölskylduvænn vinnu- staður en um hálfgerða vertíð er að ræða í aðdraganda jólafrís og mörg lög sem þarf að samþykkja: „Ég er heppinn hvað Sigurlaug konan mín er mikið jólabarn en fjölskyldan veit að í desember er ég ekki mikið heima við því mjög mikið er að gera á þinginu auk þess sem við erum boðnir í ótal jólaboð, útgáfuteiti og annað. Þess vegna er ég nánast ekki með neinar aðra jólaskyldur en kaupa jólagjöf og afmælisgjöf handa Sigurlaugu en hún á afmæli á aðfangadegi. Við erum oftast búin með mest allan jólaundirbúning snemma eða fyrir desember. Stemn- ingin í þinginu er alltaf skemmtileg í desember, við setjum upp jólatré, skreytum og boðið er upp á pipar- kökur og konfekt svo við upplifum jólaandann eitthvað en það er mikið álag og í raun nett vertíðarstemning sem er alltaf skemmtileg. Þingið á að fara í jólafrí um miðjan desember en ég man ekki eftir að það hafi gerst, við erum nánast fram á aðfangadag að klára síðustu málin, stundum á milli jóla og nýárs, svo það er alltaf mjög góð tilfinning þegar fríið brestur á og þá fyrst get ég almenni- lega notið jólaandans í faðmi fjöl- skyldunnar.“ Villi er úr Skagafirðinum og ólst upp við sínar jólavenjur en var lag- lega fljótur að tileinka sér jólahefðir jólabarnsins Sigurlaugar: „Sigurlaug er alin upp við miklar jólahefðir og ég hef algerlega leyft henni að stýra öllum jólaundirbúningi. Þótt ég vildi myndi ég varla fá að skipta mér mikið af, ég er fínn í að hengja upp jólaskraut en geri það ekki nema skv. hennar skipulagi, hún stýrir þessum málum og ég er mjög sáttur við það,“ sagði Villi að lokum. Jólin hjá þingmanninum Ekki mikið heima í desemberHEYRNARÞJÓNUSTA Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur - Sími 534 9600 - www.heyrn.is Kæru Suðurnesjamenn Óskum ykkar gleðilegra jóla og farsæls k andi árs. Heyrumst á nýja árinu. Nýtt!vefverslun.heyrn.is Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. og því hentugt hversu mikið jólabarn eiginkonan er Tónleikarnir á Hringbraut og í Sjónvarpi Víkurfrétta um hátíðirnar. Nánar á vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 66 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.