Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 75

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 75
Felgan var svo gróin við nafið að engin leið var að losa dekkið af. Kennarar og fílelfdir nemendur gáfust upp hver af öðrum. Þá hoppar Tani í land með öflugan lykil og felgujárn. Hann biður menn að færa sig og losar allar rærnar bankar hraustlega í felguna og spennir síðan af með kröftugu og réttu átaki. Dekkið féll á bryggjuna eins og ekkert væri. Ökukennarinn sagði yfir hópinn að Tani væri eini maðurinn sem ætti að fá meiraprófið og það fékk Tani á staðnum. Það kom sér vel en hann hóf leigubílaakstur árið 1977. Þegar hann gerðist vélstjóri á Garðari BA, 66 ára gömlu skipinu, fór hann ekki frá borði öðruvísi en báturinn, vélin og kramið væri tilbúið í næsta róður. Hann lærði það hjá Verktökunum ungur maður að hafa allt klárt þegar vinnu- dagur hefst. Það var aldrei kallaður smiðjumaður um borð þrátt fyrir að báturinn væri orðinn 70 ára þegar hann fór síðasta róðurinn frá Patreksfirði. Tani bjargaði vélstjóranum á Jóni Þórðarsyni BA 180. Hann var að losa hjól á vél bátsins sem kúplaði inn spilið en ekkert gekk. Tani kunni handtökin og byrjaði á því að svínhita allt draslið framan á krúntappanum á vélinni og kæla svo snögglega með spúlnum. Þá verptist járnið og þvingan var hert í botn og hjólið dróst af öxlinum. Hann hafði lært handtökin hjá Verktökunum í Reykjanesbrautinni þegar þeir lentu í verstu tilfellum við að losa ripperinn af jarðýtum. Úrræðasnilld Tana varð fræg á Vestfjörðum og enn eru sagðar sögur af þeim afrekum hans. Sjónminni og athygli hans fangaði allt sem snérist að vélum, gangverki þeirra, þrýstingi og öðru sem ekki öllum er gefið að skilja. Hann þuldi yfir mér tímunum saman slíkar upplýsingar og sögur af vélum sem ég skildi aldrei upp né niður í. Palli patró hitti okkur félagana í bakaríinu einn morguninn. Hann sagði að Tani sé og hafi verið þjóðsagnarpersóna á Patreksfirði eftir árin sem hann var vélstjóri á Garðari BA og sé í miklum metum hjá fólki á Patró. Garðar var elsti bátur flotans og var honum lagt síðustu vertíðina sem Tani var um borð en þá var báturinn 70 ára gamall. Tana tókst það sem fáum vélstjórum hafði tekist en það var að halda sjötugri vélinni og kraminu gangandi fjórar síðustu vertíðarnar og aldrei var kallaður smiðjumaður um borð. Slíku afreki ná bara hetjuvélstjórar og verður vart leikið eftir. Tani var alltaf illa verkaður, olíu- blautur og óhreinn eftir véla- og olíuslag í vélarrúminu en lét sig ekki vanta á dekk. Hann gaf ekkert eftir við netadráttinn og blóðgaði niður aflann eftir hverja trossu með strákunum á dekkinu. Það er fræg sagan af því þegar þeir á Garðari voru að fara yfir 1000 tonn á vertíðinni. Jón skip- stjóri ákvað að gefa körlunum tíma til að skjótast heim eftir löndun og hitta fjölskylduna. Þegar allir voru farnir frá borði var Tani einn eftir um borð, kófsveittur að sinna viðhaldi í vélarrúminu til að halda kraminu og gömlu vélinni gangandi. Þá kemur um borð Lilja eiginkona Jóns skipstjóra og býður Tana að koma heim til þeirra hjóna til að borða saltkjöt og fara í bað, en þann lúxus hafði Tani ekki getað veitt sér síðan vertíðin hófst fyrir níu vikum. Tani ætlaði bara að þiggja saltkjötið en Lilja krafðist þess að hann færi fyrst í bað. Hann fékk hrein nærföt en Lilja henti þeim gömlu. Það er ástæðulaust að lýsa því sérstaklega af hverju Lilja lét nærbuxurnar róa í ruslið. Þessu gleyma menn ekki á Patró og Tani þjóðsagnarpersóna í lif- anda lífi þar vestra og mikill vinur fjölskyldu Jóns skipstjóra til dauða- dags. Jónatan Jóhann Stefánsson var einstakur maður, sérstakur í háttum og umgengni. Átti engan sér líkan, hann var bara líkur sjálfum sér. Ég þakka honum skemmtilega og einstaka samferð í hans stíl. Ásmundur Friðriksson Jónatan með nafna sínum Jónatan Marlow sem er uppspretta gleði hjá Tana. Jónatan við bílinn sinn með einkanúmerið HBETTY, sem hann hafði til heiðurs góðri vinkonu. Það er fræg sagan af því þegar þeir á Garðari voru að fara yfir 1000 tonn á vertíðinni. Jón skipstjóri ákvað að gefa körlunum tíma til að skjótast heim eftir löndun og hitta fjölskylduna. Þegar allir voru farnir frá borði var Tani einn eftir um borð, kófsveittur að sinna viðhaldi í vélarrúminu til að halda kraminu og gömlu vélinni gangandi. Vélar frá Vølund Diesel voruí miklu uppáhaldi hjá Tana. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.