Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 76

Víkurfréttir - 15.12.2022, Qupperneq 76
HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Við óskum íbúum Suðurnesjabæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskipti á árinu sem er að líða. Verið velkomin í Suðurnesjabæ! Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Jólahátíðin nálgast enn á ný og allt sem henni fylgir. Íbúar og fyrir- tæki skreyta hátt og lágt, jólatónlistin ómar, ungum sem öldnum fer að hlakka til að opna pakka og borða góðan mat með fjöldskyldu og vinum. Það er því við hæfi að líta yfir farinn veg en árið hefur verið viðburðaríkt og þar má nefna sveitastjórnarkosn- ingar sem fóru fram þann 14. maí 2022. Árangurinn sem við í Fram- sókn náðum í Suðurnesjabæ var sá sem stefnt var að í upphafi og erum við öllum ævinlega þakklát fyrir góða hvatningu og stuðning. Án þess værum við einfaldlega ekki bæjar- fulltrúarnir ykkar í Suðurnesjabæ. Markmið okkar er og hefur alltaf verið skýrt og það er að vera öflugir bæjarfulltrúar í Suðurnesjabæ ásamt því að vera hreyfiafl framfara í sam- félaginu. Eftir kosningar mynduðu svo B listi og D listi meirihluta í bæjar- stjórn Suðurnesjabæjar. Meiri- hlutinn hefur mótað stefnu með málefnasamningi næstu fjögur árin þar sem leiðarstefið er að efla sam- félag í sókn, byggja upp innviði og tryggja lóðarframboð í Suðurnes- jabæ. Ásamt því að stuðla að góðum rekstri sveitarfélagsins og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Suðurnesja- bæjar. Þjóðin er að koma mun betur út úr efnahagsáfallinu sem tengt er heimsfaraldri Covid19 en gert var ráð fyrir, það eru þó krefjandi tímar þessa stundina þar sem verð- bólga er um 10% og stýrivextir hafa ekki verið hærri í 12 ár. Einnig má nefna óvissuna tengda kjarasamn- ingum. Við munum þó ávallt horfa bjartsýn á framtíðina, með það á leiðarljósi að við horfum á það sem samfélagslegt verkefni saman að kveða niður verðbólgu og horfum björt fram á veginn. Það er friðsælt og fallegt á Íslandi og fátt fallegra en desemberkvöld í froststillum eins og hafa verið á und- anförnu, að horfa á stjörnubjartan himinn og sjá jafnvel norðurljósin skína. Kæru íbúar, nú gengur í garð tími kærleikar og vináttu. Njótum hans saman, við óskum ykkur öllum gleði- legra jóla, árs og friðar. Anton Guðmundsson og Úrsúla María Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ. Jólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar í Suðurnesjabæ Undanfarin tvö ár hefur nem- endum Háaleitisskóla á Ásbrú fjölgað úr 292 í 400. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háa- leitisskóla, kynnti fyrirkomulag á móttöku barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabak- grunn í skólanum fyrir fræðsluráði Reykjanesbæjar á dögunum. Friðþjófur nefndi að farið væri að þrengja að skólastarfinu vegna mikillar fjölgunar nemenda. Vísaði hann þar til beiðni sveitarfélagsins um stuðning frá mennta- og barna- málaráðuneytinu til uppbyggingar sérhæfðrar kennsluaðstöðu fyrir Nýheima. Friðþjófi er þakkað fyrir áhuga- verða kynningu á því hvernig tekist er á við krefjandi aðstæður í Háa- leitisskóla þar sem fjölgun nemenda hefur verið mikil. Nýheimar voru settir á laggirnar sem sérstakt mót- tökuúrræði haustið 2021 að frum- kvæði skólans og með traustum stuðningi fræðsluskrifstofu. Fræðsluráð styður það sem fram kom á fundi barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar þann 28. okt. sl. að stofnaður verði starfshópur sem hefur það að markmiði að styðja betur við börn og foreldra sem tala ekki íslensku sem móðurmál og geta ekki tjáð sig í skóla og samfélaginu. Þrengir að skóla- starfi í Háaleitis- skóla vegna fjölg- unar nemenda Kvenfélagið Gefn í Garði heldur sína árlegu jólatrésskemmtun 30. desember, frá klukkan 15:00 til 17:00 í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Að venju verður boðið upp á fjöruga tón- list, söng og gleði og veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Þá er von á jóla- sveinum í heimsókn með glaðning í poka fyrir yngstu börnin. Aðgangur er ókeypis og vilja kvenfélagskonur hvetja Garðbúa og gesti þeirra til að mæta í jólaskapi með börnunum og hafa gaman saman. Kvenfélagið Gefn í Garði heldur jólaball 30. desember AUGLÝSINGASÍMI VÍKURFRÉTTA ER 421 0001 76 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.