Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 77

Víkurfréttir - 15.12.2022, Síða 77
Kaupfélagi Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um gleðileg jól Kaupfélag Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um gleðileg jól, farsælt nýtt ár og þakkar samfylgdina í 77 ár Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá segir að það komi á óvart hversu hár hiti er ennþá fremst í hrauninu í Nátt- haga. Hraunið rann í eldgosinu í Geldingadölum 2021. Rannsóknarstofan gerir að um- fjöllun gervitunglamynd sem tekin var 5. desember 2022 og sýnir hitadreifinguna í hraununum í yfir- standandi Fagradalsfjallseldum, þ.e. í hraunbreiðu Geldingadalagossins 2021 og Meradalagossins 2022. Rauði liturinn í myndinni gefur til kynna heit svæði og blái liturinn köld svæði. Í færslu á síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá segir að eins og við er að búast, þá er verulegur hiti í bæði 2021 og 2022 hraunbreiðunum næst gígunum, enda er þykkt hraunanna mest þar, allt að 100 metrar í tilfelli 2021 Geldingadalahraunsins og um 35 metrar í 2022 Meradalahrauninu, gígunum og hraunbreiðunum frá Fagradalsfjallseldum. Það sem kemur á óvart er hár hiti í 2021 hrauninu fremst í Nátt- haganum, hugsanlega vegna þess að innri kjarni hraunsins í Nátthaga hefur haldist nægilega heitur eftir að gosi lauk til þess að flæða fram og viðhalda hitaástandinu í hrauninu fremst í Nátthaga. Í hrauninu suðaustast í Meradölum. Þetta er svæðið þar sem bráðin kvika úr kjarna 2021 hraunsins braust út um yfirborssprungu dagana 11. og 12. ágúst 2022 vegna fergingar af völdum nýju hraunbreiðunnar sem hafði myndast í 2022 gosinu. Greini- legt að þarna hefur skotist inn og situr enn þá verulegt magn af heitri kviku sem skýrir upplyftinguna sem varð á 2021 hraunyfirborðinu á þessu svæði samfara kviku út- flæðinu. Hár hiti fremst í Nátthaga kemur á óvart Hár hiti er í hrauninu fremst í Nátthaganum, hugsanlega vegna þess að innri kjarni hraunsins í Nátthaga hefur haldist nægilega heitur eftir að gosi lauk til þess að flæða fram og viðhalda hitaástandinu í hrauninu fremst í Nátthaga. Mynd frá embætti forseta Íslands Blái herinn sendir öllum Suðurnesjamönnum kærar jóla- og nýárskveðjur og þakkar stuðninginn í 27 ár. Óskum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar og þökkum góða samvinnu á árinu sem er að líða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Guðrún, Vilhjálmur, Ásmundur og Birgir VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum // 77

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.