Rökkur - 01.12.1932, Page 24
102
R 0 K Iv U R
erfiðleikum landnáinsmann-
anna; var hann þeim manna
kunnastur og hefir ritgerð hans,
eins og Beck bendir á, sögulega
og menningarlega þýðingu.
Páll var fæddur í Húsavík 13.
nóv. 1849 og lauk námi i latínu-
skólanum 1871, fiuttist vestur
um haf árið eftir og fór til Mil-
waukee, Wisconsin. Guðfræði-
prófi lauk hann vestra 1875.
Þjónaði hann fyrst íslenskum
söfnuði í Shawano liéraði, Wis-
consin, og jafnframt norskum
söfnuði. í Nýja Islandi var hann
alhnikið 1876—1878, en 1879
fluttist liann til Pembinahér-
aðs og var þar það sem eftir
var æfinnar, en hann lést úr
berklaveiki þ. 11. mars 1882. —
Friðrik J. Bergmann, sem lengi
var prestur í Pembina héraði,
telur það hafa verið óbætanlegt
tjón fyrir Islendinga þar, hve
Páls misti fljótt við. — Richard
Beck hefir skrifað fjölda skýr-
inga við ritgerð Páls heitins. —
Vinnur Beck enn sem fyrri
þörf verk þar vestra.
Nú fljúya fuglar norður.
(Flutt á Islendingamóti i
Minneapolis, 9. apríl 1932).
—o—
Nú flúga fuglar norður
til fjallalandsins prúða,
er kastar vetrar kufli
og klæðist vorsins skrúða.
Um brekkur lækir liðast
sem lokkar niður vanga.
Á túni senn mun sóleyg
í sumarblænum anga.
Nú fljúga fuglar norður
með fagran söng í hjarta;
þá heilla huliðsraddir
og heiðið víða og bjarta.
Þá seiðir svipfrítt hauður
þar sólskin hlær um nætur
á brjóstum blárra vatna
við blómgra lilíða fætur.
Nú fljúga fuglar norður. —
I faðmi lilýrra dala
þeir vita frið og fegurð,
þar fjóla og lindir hjala.
Og drotning fjalla fögur
hún fagnar hverjum gesti,
og enga á hún kærri
en unga söngva-þresti.
Eg flýg með fuglum norður;
mér firðir rétta hendúr
og bjóða mér til bæjar,
en brosa hýrar strendur.