Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 43
R 0 Iv K U R
121
kreppunni létti af fyrir eðlilega
þróun og rás viðburðanna, geti
þess orðið langt að bíða, að
þjóðirnar losni við hana.
„Áhrif kreppunnar eru geig-
vænleg og svo viðtæk, að eng-
in dæmi eru slíks i sögunni önn-
ur. Það nægir i raun og veru
að benda á, að samkvæmt
skýrslum alþjóðaverkamála-
skrifstofunnar eru 25 miljónir
atvinnuleysingja i Evrópu, að
Rússlandi undanteknu, Ame-
ríku og Ástralíu. Asíulönd og
Afríka eru ekki með talin. Það
er því fjarri því, að of mælt sé,
ef menn segja, að atvinnulevs-
ingjar í þeim löndum, sem tal-
in voru, og áhangendur atvinnu-
leysingja, séu upp undir 75 mil-
jónir talsins. Þetta fólk alt hef-
ir engin skilyrði til þess að
vinna fyrir sér. Mikill hluli þess
býr við mikinn skort, en fyrir
allmörgum er þó séð af riki og
bæjarfélögum. — Að vinna bug
á kreppunni er ekki eingöngu
vandamál viðskifta og fjárhags-
legs eðlis. Það er vandamál, sem
þarf að leysa, eigi síður á grund-
velli mannúðar og menningar.
— Öllum er kunnugt, að til
grundvallar öllum viðskifta-
kreppum liggur ósamræmið
miíli framleiðslu og kaupgetu.
Þörfum manna eru hins vegar
engin takmörk sett, en þeim
geta fæstir fullnægt, nema inn-
an allþröngra takmarka, eins og
ástatt er. — Það er einfalt
reikningsdæmi, að komast að
niðurstöðu um, hve miklu kaup
25 milj. manna nemur á dag.
Gerum ráð fyrir, að meðalkaup
sé 1 dollar á dag. Við skulum
sleppa alveg hve miklu það
nemur, sem kaup annara en at-
vinnulausu 25 miljónanna nem-
ur, þeirra, sem vinna 3—4 daga
á viku, og eru ekki taldir at-
vinnulausir. En samt nemur
kaup það, sem atvinnuleysingj-
arnir myndu fá, ef þeir væru
vinnandi, a. m. k. 25 miljónum
dollara á dag. Kaupið, sem þeir
mvndu fá, ef þeir væru vinn-
andi, Iileypur upp í allinargar
biljónir dollara á ári. Það er
ekki furða, þótt kaupgeta þjóð-
anna hafi lamast. Hins vegar er
svo aukin framleiðsla.
Nýjar og fullkomnari vélar
koma stöðugt til sögunnar i iðn-
uðunum og landbúnaðinum,
vélar, sem afkasta því verki,
sem fjölda manna þurfti til að
inna af liendi áður. Af þessu
liefir leitt atvinnuleysi, sem
stöðugt evkst, og þetla er meg-
inorsök kreppunnar. Véla- og
vinnuvísindin hafa stefnt að því
marki, að framleiða sem mest
á sem stystum tíma, með sem
minstum tilkostnaði (mann -
afla), án nokkurs tillits til þess
atvinnulevsis, sem hlaut að