Rökkur - 01.12.1932, Síða 45
R O K K U R
123
húsameisturum að vinna að
þvi, að leyft verði að reisa eins
há liús og tiðkast i amerískum
stórborgum. Hæsta bygging í
London er 180 fet, en í New
York 1,245 fet (Empire State
Building), en ýmissa ástæðna
vegna mun þykja heppilegt, að
leyft verði að byggja hærri hús
i Lundúnum, en leyfilegt er
sem stendur.
Herskipasmíði ítala.
Lundúnablaðið Daiiy Tele-
graph birti þ. 25. f. m. fregnir
um það, að Italir væri að smiða
14 ný herskip á laun og væri
um það bil ár síðan smíði skip-
anna hófst. Enn fremur lieldur
hlaðið því fram, að víðtækur
undirbúningur fari fram í Ítalíu
til þess, að hægt sé að vopnbúa
öll kaupför landsins með stutt-
um fvrirvara.
Dailj' Telegraph virðist hafa
aflað sér all-ítarlegra upplýs-
inga um málið. Er jiað flota-
málasérfræðingur hlaðsins, sem
skýrir frá herskipasmíðum
þessum. Segir hann, að ítalir
eigi tvö 6.742 smál. beitiskip i
smíðum. Heitir annað Eugenio-
Di-Savoia, en hitt Emmanuele
Duca-d’Aosta. Auk þess eigi þeir
i smíðum tvo 615 smál. tund-
urspilla og tíu önnur lierskip,
þ- á m. kafbáta.
D. T. skýrir frá því, að Siri-
anni aðmírall, flotamálaráð-
herra, hafi lýst því yfir á þingi
ítaliu þ. 23. apríl s.l., að ekki
yrði gerðar áætlanir um frekari
herskipasmiði, fyr en útséð væri
um hvaða árangur yrði af af-
vopnunar-ráðstefnunni.
Alment var talið, segir D. T.,
að ítalir myndi að eins smíða
þau 29 skip, sem ráðgert var
að smiða í samræmi við þær
ákvarðanir, er teknar voru á
flotamálafundinum í Lundún-
um 1930. En, segir D. T., ný á-
ætlun um herskipasmíði var
gerð á laun í fyrra, áður en Si-
rienni Jét svo um mælt, sem
fyrr greinir, á þingi þ. 23. apríl.
— Frakkar, segir D. T. loks,
virðast ekki hafa rent grun í, að
ítalir hefði þessi skip i smíðum.
Blaðið segir loks, að öll ítölsk
kaupför eigi að búa tveimur
fallbyssum og tveimur vélbyss-
um og smíða eigi olíugeyma, er
taki alls 740.000 smál., og verði
forði þessi ætlaður herskipaflot-
anum á ófriðartímum.
Frá Svíþjóð.
Sænska Austur-Asíufélagið,
eitt af mestu eimskipafélögum
Svía, á 25 ára afmæli í ár. Fé-
lagið var stofnað 1907 og hefir
nú 16 skip i förum, sem félag'-
ið sjálft á. Eru þau samtals