Rökkur - 01.12.1932, Síða 46
124
R Ö K K U R
133,000 smál. og verðmæti
þeirra talið 41,790,000 kr.
í Sviþjóð er mikill fjöldi gam-
alla bókaverslana, en elsta
bókaverslunin i landinu er i
Uppsölum. Er það bókaverslun
Norblads, sem stofnuð var 1771.
í báskólabænum Lundi er bóka-
verslun (liáskólabókav. Lindt-
stedts) er stofnuð var 1783.
Vegaviðhald í SvíðþjóÖ.
Á fundi sænska vegafélagsins
lét samgöngumálaráðh. rikis-
ins, Ola Jeppsson, þess getið, að
kostnaður Svía af vegaviðhaldi
árið sem leið, befði orðið
9,500,000 kr.
Frá Frakklandi.
Samkvæmt nýbirtum skýrsl-
um fer giftingum fjölgandi i
Frakklandi, en barnsfæðingum
fækkandi. Skýrslurnar ná yfir
fyrsta fjórðung yfirstandanda
árs. Giftingar voru á þessu
límabili 63,771 talsins, en í
fyrra á sama tíma 63,024. Fæð-
ingar voru 189,713 á fyrsta
fjórðungi yfirstandanda árs, en
í fyrra á sama tíma 190,809.
Flugferðir.
Flutningaflugvélar í Banda-
ríkjunum flugu helmingi lengri
leið árið sem leið og fluttu fleiri
farþega en flutningaflugvélar
allra Evrópulanda og breskra
nýlendna til samans. — Kemur
það glögglega í ljós, hve langt
Bandaríkjamenn hafa náð á
þessu sviði, skýrslum breska
flugmálaráðuneytisins. Flutn-
ingaflugvélar í Bandaríkjunum,
Astralíu, Canada, Suður-Afriku,
Indlandi og 11 Evrópulöndum,
sem skipulagðar flugferðir eru
komnar í gang í, flugu alls
71,232,895 mílur vegar. Þessi
tala innifelur einnig þá vega-
lengd, sem flugvélar í eigu
frakkneskra félaga flugu í Suð-
ur-Ameríku. Af þessum 71,242,-
895 mílum flugu ameriskar
(U. S. A.) flugvélar 47,385,987
mílur, þýskar 6,387,495 og
frakkneskar 5,759,018 og loks
Bretlands 1,354,000 (í Bretlandi
og til nýlendnanna, en ekki í
nýlendunum). Amerískar flug-
vélar fluttu 522,345 farþega,
þýskar 98,467, frakkneskar
32,700 og breskar 23,480. ítalsk-
ar flugvélar flugu helmingi
færri mílur en frakkneskar, en
fluttu nokkuru fleiri farþega
eða 33,650.
Amerískar flugvélar fluttu
4,305,00 smál. af póstflutningi
árið sem leið, en Þjóðverjar
399,00 smák, Frakkar 183,66,
Bretar 120,00, en Canada 210,00
smál.
Þegar til vöruflutninga í
flugvélum kemur, verður út-