Rökkur - 01.12.1932, Side 48
126
ROKKUR
Ef eigi takist að kúga fangana
til hlýðni með því að húðstrýkja
þá með svipum, sé ol't gripið
til þess ráðs, að berja þá með
liörðum kaðli, járnpípubrotum
eða öðru slíku, enda komi það
oft fyrir, að gæslumenn bein-
brjóti fanga og meiði þá hrotta-
lega á ýmsan hátt. Enn fremur
sé föngum stundum hegnt með
þvi að láta þá vera sólarhring
i pyndingarkassanum fyrr-
nefnda, og má geta nærri hvern-.
ig líðan vesalings fanganna
muni vera, þegar ofan á alt
annað bætist, að pyndingar-
kassinn er hafður þar, sem er
heitt af sólu og að þeir fá eigi
annað til að nærast á en eina
únzu (Yxo hluta af ensku pundi)
af brauði og vatnssopa. Er og'
mælt, að allir fangar láti kúg-
ast við þessa meðferð — ef þeir
þá lifa hana af.
Framan greind frásögn er
liöfð eftir Parísar-útgáfu Chi-
cago Tribune.
Alþjóðasýningin í Chicago.
Cliarles G. Dawes, fyrrum
sendiherra Bandaríkjanna í
Bretlandi, hefir tekið að sér
yf irf j ármálast j órn alþj óðasýn-
ingarinnar, sem hér verður
lialdin að ári. Fjörutíu þjóðir
iiafa þegar boðað þátttöku sína
í sýningunni. Tilætlunin er, að
á sýningunni geti menn fengið
fræðslu og yfirlit um framfarir
i heiminum á seinustu 100 ár-
um. Auðmenn í Chicago hafa
lagt fram tíu miljónir dollara
til sýningarinnar, iðjuhöldar
víðsvegar um Bandarikin $ 3.-
500.000 og sambandsstjórnin í
Washington lagt fram $1.500.000
og 125.000 borgarar í Chicago
hafa lagt fram 5 dollara hver í
sjóð til stuðnings sýningunni.
Skrifstofur hafa verið opnaðar
i London og París til þess að
greiða fyrir sýnendum frá Ev-
rópu og væntanlegum sýningar-
gestum þaðan. — Cliarles G.
Dawes, sem er einn af kunnustu
stjórnmála- og fjármálamönn-
um Bandaríkjanna, verður 67
ára þann 27. þ. m. Hann er enn
hlaðinn ýmsum störfum öðrum
en þeim, sem hann hefir tekið
að sér i samhandi við sýning-
una, en starfsþrek hans virðist
enn óskert.