Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 57
R O Iv Iv. U R
135
af kúamykju móti 1 kg. af
síldarmjöli og samanburður
gerður á haustbreiðslu og' vor-
breiðslu. Niðurstaðan varð sú
við haustbreiðslu, að kúamykjan
gaf að meðaltali 287 kg. meiri
töðu af ha., en við vorbreiðslu
gaf kúamjdvjan 260 kg. meira af
ha. að meðaltali árlega.*) Eftir
þessu virðist svo sem 1 kg. af
síldarmjöli jafngildi í hæsta
lagi 25 kg. af kúamykju.
Eg hefi að vísu ekki gert nein-
ar tilraunir með samanburð á
síldarmjöli við Nitrophoska eða
annan tilbúinn áburð. En eftir
þeim niðurstöðum, sem eg hefi
fengið af samanburðartilraun-
um með venjulegar tegundir til-
búins áburðar, annarsvegar
móti kúamykju og binsvegar á
móti Nitrophoska, þá má reikna
með, að af kúamykju þurfi
75—90 kg. á móti einu kg. af
Nitrophoska. Lætur þá nærri
að leggja þurfi 3—4 kg. af síld-
armjöli móti einu kg'. af Nitro-
plioska.
Nú skal þess reyndar getið,
sildarmjölinu til framdráttar,
að af fóðurefnarannsóknum,
sem gerðar hafa verið á því síð-
Ustu árin, í sambandi við fóðr-
unartilraunir Búnaðarfélags Is-
lands, má reikna sér til að köfn-
*) Sjá Búnaðarrit, 41. árg.,
bls. 72.
unarefnisinnihaldið liefir sum
árin komist upp í ca. 10,58%,
en vel getur verið að síldar-
mjölið, sem eg notaði í tilraun-
unum árin 1924—26 hafi náð
þvi köfnunarefnismagni. Um
það get eg þó ekki sagt, því að
á því síldarmjöli var engin
efnarannsókn gerð svo eg viti.
Nú þótt tilraunir þær, sem
liér hefir verið drepið á, séu
ekki tæmandi um áburðargildi
síldarmjöls móts við annan á-
burð, og þótt „holt sé heima
hvat“, eins og höf. bendir á í
grein sinni, þá er það vist, að
það er fjarri öllum sanni -— og
mundi tilfinnanlega svikja — að
leggja síldarmjöl til jafns við
eða meira en það móti Nitro-
phoska til áburðar. Hins vegar
er mönnum nú orðið það kunn-
ugt, m. a, fyrir fóðurtilraunir
Búnaðarfélagsins, að síldar-
mjölið er ágætis fóður, einkum
með beit og litlum lieyjum.
Rétt þykir mér að geta þess
um leið að fiskiúrgangsmjöl var
einnig reynt í tilraunum þeim,
sem getið er hér að frarnan. Á-
burðarefnarannsókn á því 1922
sýndi 8,35% köfnunarefni,
8,15% fosfórsýru og 11,3% kalk,
þ. e. nokkuru meira köfnunar-
efni en í síldarmjölinu sem áð-
ur er nefnt, þrefalt af fosfor-
sýru, og fjórfalt af kalki sam-
anborið við síldarmjölið.