Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 68
146
R O K K U R
arinnar, en Sankti Pétur gekk
aldrei nema fet fyrir fet, livern-
ig sem Glensbróðir rak á eftir
honum að flýta sér og þegar
þeir loksins komu til hallarinn-
ar var konungsdóttir önduð.
„Er það ekki eins og eg segi?“
mælti Glensbróðir. „Þelta höf-
um við af því, að drattast aldrei
úr sporunum.“
„Bíddu nú hægur,“ sagði
Sankti Pétur, „eg get vakið
dauða til lífs aftur.“
„Nú, ef svo er“, ansaði Glens-
Eróðir, „þá er eg ánægður, en
ekki máttu hafa minna upp úr
því en helming kongsríkis-
ins.“
Síðan gengu þeir inn í kon-
ungshöllina og var þar alt í
sorgum, en Sankti Pétur sagði
við konunginn, að liann skyldi
vekja dóttur hans til lífs aftur.
Því næst var hann leiddur inn
til hennar.
„Færið mér fullan ketil af
vatni“, segir hann, og jafnskjótt
sem hann hafði fengið ketilinn,
bauð liann, að allir skyldu fara
út og enginn vera eftir inni,
nema Glensbróðir. Eftir það
skar hann livern liminn eftir
annan af hinni framliðnu, lét
niðrí vatnið og kveikti eld und-
ir katlinum. Nú sýður vatnið á
katlinum og leysir frá alt hold-
ið, þá tekur hann hin fögru,
hvítu bein og leggur þau á borð
eitt í náttúrlegri röð og reglu.
Að þvi búnu gengur hann fram
og kallar þrem sinnum:
„I nafni heilagrar þrenning-
ar, statt upp þú hin framliðna.“
Og við þriðja kallið reis
kongsdóttirin upp með fullu
fjöri, alheil, fríð og yndisleg.
Konungurinn varð frá sér num-
inn af fögnuði og sagði við
Sankti Pétur:
„Kref þú launa þinna, þó þú
vildir hafa helming ríkis míns,
þá skyldi eg láta liann af hendi
við þig!“
En Sankti Pétur svaraði:
„Eg vil ekkert hafa fyrir
það.“
„Ó, sá flónshaus“, hugsaði
Glensbróðir með sér, bnipti i
Sankti Pétur og sagði:
„Vertu ekki svo vitlaus. Þó
þú þurfir þess ekki, þá þarf eg
þess þó.“
Það kom samt fyrir ekki, því
Sankti Pétur vildi ekkert að
launum þiggja, en af því kon-
ungurinn sá, að hinn vildi fá
eitthvað, þá skipaði hann fé-
hirslustjóra sínum að fylla mal-
poka hans með gulli.
Nú fóru þeir leiðar sinnar
þaðan, og er þeir voru komn-
ir í skóg nokkurn, segir Sankti
Pétur við Glensbróður:
„Nú er best við skiftum pen-
ingunum.“