Rökkur - 01.12.1932, Page 76
154
R O K K U R
unda en þær 30.000 krónur, sem
vér nú verjum árlega til kaupa
á erlendum kartöflum.
í Frev er það tekið fram, að
lcartöfluneytslan nemi nú um
það bil 54 kg'. á mann, en Norð-
menn rækti og noti 320 kg. á
mann, Danir 300 og Þjóðverjar
620 kg. á mann. Kartöfluneytsl-
an getur því án nokkurs vafa
aukist til mikilla muna iiér á
landi og mun mega vænta þess,
að íslenskar konur vigi drjúg-
an þátt í að stuðla að aukinni
nej’tslu á kartöflum. Kartöflur
eru holl og góð fæða, sem flest-
um, ef ekki öllum, fellur vel,
og þær má útbúa á marga vegu
og fleiri en tiðkast hér á landi.
Auk þess væri athugandi fyrir
bændur síðar meir, að nota
kartöflur að einhverju leyti til
skepnufóðurs.
En það eru skilyrði til að auka
ræktun og neytslu ýmissa garð-
ávaxta annara. Og þess verður
vart, er menn ferðast um sveit-
ir landsins, að um allmikla
framför er að ræða hvað þetta
snertir, frá því t. d. fyrir 15—
20 árum síðan. I einni sveit hér
sunnanlands til dæmis að taka,
er blómkálsræktun orðin nokk-
uð almenn og margar fleiri mat-
jurtir eru þar ræktaðar og vafa-
laust er svo víðast hér sunnan-
lands, að ræktun matjurta er
að aukast, og menn eru búnir
að fá smekk fyrir garðávexti,
en á þvi mun talsvert hafa bor-
ið lengi vel, að mönnum féll
ekki „kálið“, en konunum befir
farið fram í matreiðslulistinni
og menn hafa komist upp á að
eta hverskonar garðávexti, er
mönnum þóttu ljragðvondir i
fvrstu, og vilja nú ekki án
þeirra vera.
Kreppan hefir vafalaust ýtt
undir inenn að auka garðrækt-
ina. En á hitt ber einnig að lita,
að gárðyrkjuna ber allra hluta
vegna að auka sem mest, hvað
sem kreppuvandræðum líður,
og ber að stuðla að aukinni
garðrækt áfram, þótt kreppunni
kunni að létta af í náinni fram-
tíð. Þjóðin verður þeim mun
betur undir framtíðarerfiðleika
búin, ef liún verður búin að
koma garðræktarmálum sínum
í gott horf, þegar næsta kreppa
skellur á.
Þegar innflutningur á erlend-
um kartöflum er úr sögunni og
nevtsla á kartöflum tvöfölduð
á móts við það, sem nú er, má
segja, að þjóðin sé komin allvel
á veg í garðræktarmálunum,
aukist ræktun og notkun ann-
arra garðávaxta jafnframt, en
ekki nógu vel, þvi að neytslan'
ætti að margfaldast, frá því sem
nú er, á næstu áratugum.