Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 83
R 0 K K U R
161
ráð um það, hvað almenningi
er boðið á þessu sviði, þegar
tekið er tillit til þess, að lcvik-
myndir, sem liafa verulegt
menningargildi og fræðslugildi,
eru tiltölulega fáar. Fyrir nokk-
urum mánuðum skrifaði Mr. F.
S. Smythc helstu blöðunum í
landinu og kvartaði yfir þvi, að
sér væri ógerlegt áð fá nokkurt
kvikmyndaleikhús til þcss að
sýna kvikmynd, sem hann hafði
tekið á göngunni upp Mount
Kamet (Kamet-fjall) i breska
Himalaya-leiðangrinum í fyrra.
Hafði því verið borið við, að
fólk myndi ekki vilja sjá mynd-
ina, af því að ekki væri nein-
um ástaræfintýrum inn í hana
fléttað. Út af þessu var mikið
um þetta rætt í blöðunum og
réttmætar ásakanir lcomu fram
um það, að haldið væri að fólki
og' reynt með öllu móti að gylla
fyrir fólki livers konar kvik-
myndir, gersamlega snauðar
að menningargildi, þótt oft
væri í ginnandi umbúðum, en
kvikmyndir af leiðangursmönn-
um, sem legði lif sitt í hættu,
til þess að auka þekkingu þjóð-
anna, væri taldar ósýnandi. Yar
i því sambandi bent á, að það
væri beinlínis skylt að vinna að
því, að smekkur fólks batnaði,
en ekki að vinna að því, að
hann spiltist, sem nú er oft gert,
með skrumauglýsingum og
slcrum-meðmælum um fánýtar
kvikmyndir.
Umræður þær, sem urðu um
Kamet-myndina, urðu til þess,
að Bretlandskonungur bauð Mr.
Smythe að koma til Bucking'-
ham-hallar og sýna hana þar.
1 þessu var vitanlega mikið aug-
lýsingargildi fólgið fyrir lcvik-
myndina, enda fór nú svo, að
ganga Mr. Smythe til þess að
koma kvikmyndinni áleiðis, fór
að verða greiðari. Kvikmyndin
var síðan sýnd í The Polytech-
nic Theatre og ráðstafanir voru
gerðar til þess að sýna liana al-
menningi viðsvegar um landið.
Til þessa hefir kvikmyndinni
hvervetna verið vel tekið, en
fullreynt er ekki enn, hvernig
undirtektir almennings verða.
Sýning þessarar merku kvik-
myndar er af sumum talin próf-
steinn á smekk bresks almenn-
ings. Er almenningur reiðubú-
inn til þess að snúa baki við
hinum menningarsnauðu, efnis-
lausu gleðilífsmyndum og slík-
um, sem auk þess draga upp
fyrir mönnum ósannar myndir
af lífinu, og liafa ill áhrif? -—
Er ahnenningur reiðubúinn til
þess að meta það, sem betra er,
almenningur í Bretlandi og al-
menningur um heim allan, sem
tekið hefir við öllu því, sem
framleiðendurnir hafa rétt
mönnum? Þannig er spurt af
11