Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 93
R O K K U R
171
á, að eg' nyti þarna föður
míns, eins og oftar nyrðra, en
eg man enn, að eg' var dálítið
upp með mér af því, að norð-
lenski bóndinn skyldi sýna
mér, Revkj avikur-piltinum,
svona mikið traust. Heill hóp-
ur manna var sem sé að leggja
af stað í þriggja daga skemti-
ferð fram til fjalla. Og Iiesta-
vinir eru sjálfsagt að jafuaði
ófúsir að lána fimm vetra
gæðingsefni óþektum kaup-
staðarunglingi i slíkt ferða-
lag, þegar flestir liafa tvo til
reiðar. Og þetta var ó þeim ár-
um, er menn höfðu gnægð ó-
svikinna veiga í hnakktöskun-
um. Nú hafði eg frétt seint um
þessa fyrirliuguðu skemtiferð,
og' þegar mér var gefinn kost-
ur á að taka þátt í förinni, lenti
eg í hesthraki. Og það var ein-
initt kvöldið áður en leggja
átti af stað, að eg var orðinn
úrkula vonar um að fá sænii-
legan reiðskjóta, því að öðru
vísi en vel ríðandi vildi eg' ekki
fara. En þá kom Þórir og hafði
þau orð um, sem að framan
greinir — og önnur ekki. Eg
varð glaðari en frá verði sagt,
og kunni lítt að þakka dreng-
Ivndi Þóris sem har, enda kaus
hann sér ekki aðrar þakkir en
að eg færi vel með folann, og
það gerði eg. Litli Rauður
Þóris á Felli átti ekki minstan
þáttinn i hve minnisstæð þessi
ferð varð mér. En henni skal
eigi lýst að sinni. Væri það þó
freistandi, að lýsa hinum glaða
og reifa lióp og frjálsu fcrða-
lífi um norðlenskar bygðir og
óbygðir á þeim tíma árs þegar
engin er nóttin. Eða kannske
það sé eigingirni. Kannske eg
vilji gevma sjálfum mér minn-
ingarnar um þessar stundir,
einhverjar bestu stundir æf-
innar, til dæmis minninguna
um hvíldarstund í blásóleygj-
abrekku í sólskini um há-
nótt — eða minninguna iim
eina hóndadótturina sem var
með í förinni, —- svartliærða,
dökkeyga og tigulega, eins
og Spánarlands dóttir, þótt
bernskuleikvöllurinn væri
norðlensk dalgrund — og ótal,
ótal margar minningar aðrar.
Út á þá stigu skal eigi farið.
Til eru þær minningar, sem
menn vilja einir eiga, til þeir
stigir, sem menn vilja einir
ganga. Að eins litils atviks,
nokkurra orða, sem ekki hafa
gleymst, —- skal minst.
Við riðum að garði eins bæj-
arins í ónefndum dal. Um
nafnið skiftir engu. En bað-
stofa var þar í fornum stíl.
Okkur var öllum veitt þar af
mikilli rausn. Er góð stund var
liðin fóru menn að tínast út og
búast til brottferðar. Einhvern