Rökkur - 01.12.1932, Side 94
veginn atvikaðist svo, að eg,
bóndadóttirin fagra og' Vestur-
íslendingnr nokknr, sem var
með i förinni, dokuðum við í
baðstofu. Maður þessi var bor-
inn og barnfæddur á þessum
slóðum, en bafði verið tvo eða
þrjá áratugi vestra. Og hann
var margs spurður á bæjunum
og' man eg fæst af því. En í
þetta skifti var hann spurður
spurningar, sem mér liefir
aldrei úr minni liðið. Þarna í
baðstofunni sat gömul kona á
rekkju sinni. Hún virtist sjón-
döpur orðin og þreytuleg
nokkuð. Hárið var silfurgrátt
og fagurt, andlitið sviphreint
og svo mikil göfgi í svipnum,
að eg hefi aldrei meiri séð, þvi
livar getur meiri göfgi að líta en
i svip góðrar og lífsreyndrar
konu? Eg man ekki hverju
Vestur-fslendingurinn, sem
var heldur hávaðamaður, og
að þessu sinni lireyfur af víni,
svaraði spurningu gömlu kon-
unnar, en spurningin varðveitt-
ist því betur:
„Vaxa nú fíflar og sóleygjar
i Ameríku, Þorsteinn minn?“
Spurningin sjálf og hvernig
spurt var greip mig. Og eg
man eftir því, að mér varð lit-
ið á bóndadótturina, sem eg
sjálfsagt hefði ort um, ef eg
hefði liæfileika á við miðlungs
bragsnillinga Spánarlands. Og
eg held, að við höfum bæði
hugsað um það sama á þessari
stund, eða svo fanst mér þá,
að það væri óendanlega fagr-
ar hugsanir bundnar við spurn-
inguna. En hve fagrar varð
mér fyrst ljóst löngu seinna-
Þvi það var ekki eingöngu þaðr
að gamla, göfuga konan, sem
sat þarna á rekkju sinni, væri
að hugsa uin alla þá, sem hún
hafði liorft á eftir götuna frá
garði, alla þá sem fiutt höfðu
á „hnöttinn liinum megin‘V
hvernig þeim liafði vegnað,
ættingjunum og vinunum, og
livort þeir liefði enn sama
augnayndi og liún i sveitaein-
verunni, blessuð blómin, vor-
boðana, sem fag'rar bernsku-
minningar eru við bundnar,
hcldur var það i rauninni ann-
að og meira, sem um var spurt,
þótt óbeint væri. Ilöfðu æsku-
minningarnar, sem sál manns
nærist á alt lífið heima í sveit-
inni, sífelt endurnýjast með
nýju vori, nýjum blómum, nýj-
um fíflum og sóleygjum — lif-
að í sálum þeirra, sem heiman
fóru? Hafði máttur þeirra
minninga fylgt þeim gegnum
lífið? Voru „fíflar og sóleyjar“
í Ameríku? Eða höfðu menn
glatað sálum sínum í landi
efnishyggjunnar? — Eg hefi
stundum reynt að svara spurn-
ingu gömlu konunnar. Og eg