Rökkur - 01.12.1932, Page 95
R Ö K Ií U R
173
l>ýst ekki við, að eg svari henni
nokkuru sinni til fulls, frekara
en Þorsteinn vesturfari. En eg
veit þó svo mikið, að það eru
til fíflar og sóleygjar i Vestur-
heimi, þótt þeir sprvtti ekki
þar sem mín spor lágu þar í
löndum. Slíkar guðs gersemar
vaxa sjálfsagt um víða veröld
eða aðrar fegri. En það er
kannslce bara „sóleyg i varp-
anum heima“, sem brosir við
þreyttum augum íslenska veg-
farandans í vesturvegi. Og það
hafa víst verið skyldar hug's-
anir, sem knúðu fram ljóðlín-
urnar um sóleygjuna heima og
þær, sem lágu til grundvallar
fyrir spurningu gömlu kon-
unnar.
Og meg'i þær dafna, blessað-
ar sóleygjarnar í varpanum —
og fíflarnir með — og gleðja
augað og friða liugann, er
halla tekur undir fæti. Leiðin
til blómanna í varpanum er
leiðin heim, leiðin frá heimin-
um til sjálfs sin, leiðin til liins
liðna. Og kannske er það þeirn
að þakka, að þegar menn hafa
týnt sjálfum sér, geta menn
fundið sig sjálfa á ný.
A.
Ástand og horfur
í Þýskalandi.
—o—
Þ. 10. ágúst voru blöðin í
Berlín komin á þá skoðun, að
áður en vikan væri liðin
mundi Adolf Hitler taka við
völdum i landinu. Orðrómur
var á sveimi um það um alla
horgina, að von Papen ætlaði
að ganga á fund Hindenburgs
forseta daginn eftir og biðjast
lausnar. En þ. 10. ágúst var
ríkisstjórnin einmitt á fundi,
sem stóð langt fram á kveld.
Og að þeim fundi loknum var
fullyrt, að Ilitler yrði ekki
fengin full völd í hendur, en
verið gæti að Nazistar fengi
nokkur ráðherraembætti, þ. e.
ríkisstjórnin yrði endurskipu-
lögð með það fyrir augum, að
Nazistar fengi að taka þátt í
stjórninni. Hins vegar, ef þeir
vildi ekki sætta sig við slíkt til-
boð, myndi von Papen fara
fram á það við ríkisþingið, að
liann fengi fult vald í hendur
til þess að liafa stjórn lands-
ins á hendi. Neitaði ríkisþing-
ið þeirri kröfu, myndi von
Schleicher, höfuðsmaður ríkis-
lögregluhersins (Reichswehr),
taka við kanslaraembættinu af
von Papen. Ilins vegar eru